Vegur að Núpskötlu
Málsnúmer 201612022
Vakta málsnúmerFramkvæmdanefnd - 11. fundur - 08.12.2016
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til þess hvort sveitarfélagið skuli hlutast til um viðhald vega/heimreiða að sveitabæjum í sveitum Norðurþings þar sem um er að ræða aðgengi almennings að náttúruperlum í sveitarfélaginu. Vegagerðin hættir að sinna viðhaldi á heimreiðum að bæjum þar sem ekki er lengur búseta á ársgrundvelli.
Sveitarfélagið mun eiga samtal við Vegagerðina vegna málsins.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að leggja til við Vegagerðina í samráði við landeigendur og Norðurhjara að heimreið að Núpskötlu verði gerður að lands-/tengivegi.
Þetta er gert til þess að tryggja þjónustu og viðhald vegarins.