Framlenging ákvæðis um B-gatnagerðargjald
Málsnúmer 201601018
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 164. fundur - 15.01.2016
Fyrir bæjarráði liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um samþykkt frumvarps innanríkisráðherra um framlengingu B-gatnagerðargjalds
Lagt fram til kynningar og bréfinu vísað til framkvæmda- og hafnanefndar
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 66. fundur - 20.01.2016
Samkvæmt könnun Sambands íslenskra sveitarfélaga sem framkvæmd var sl. haust eiga sjö sveitarfélög enn ólokið framkvæmdum sem heimilt er að fjármagna með B-gatnagerðargjaldi. Þau eru Akraneskaupstaður, Breiðdalshreppur, Djúpavogshreppur, Norðurþing, Seyðisfjarðarkaupstaður, Strandabyggð og Vesturbyggð. Samtals eiga þessi sveitarfélög eftir að leggja bundið slitlag á um 20 götur en framkvæmdir eru hafnar í tveimur sveitarfélaganna. Þrjú sveitarfélög telja það vera raunhæft að ljúka framkvæmdum á árinu 2016 en fjögur telja það ekki raunhæft. Samkvæmt upplýsingum frá sambandinu má áætla að kostnaður við þessar framkvæmdir geti í heild numið á bilinu 150?200 m.kr. Ráðuneytið væntir þess að sveitarfélög leggi fram áætlun um lok gatnagerðarframkvæmda samkvæmt þessu ákvæði og að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi milligöngu um að kynna ráðuneytinu þær áætlanir.
Framkvæmda- og hafnanefnd felur framkvæmdafulltrúa að uppfæra kostnaðaráætlanir um slitlagningu á þeim götum sem heyra undir
B- gatnagerðargjöld.
B- gatnagerðargjöld.