Viðhald á sal Borgarhólsskóla
Málsnúmer 201602129
Vakta málsnúmerFræðslunefnd - 1. fundur - 02.03.2016
Fyrir nefndinni liggur tölvupóstur frá Árna Sigurbjarnarsyni þar sem hann gerir alvarlegar athugasemdir við ástand sals Borgarhólsskóla. Einangrun er ófullnægjandi sem skapar eldhættu, hættu á að klaki sem myndast hrynji af þakinu og ójafnt hitastig sem veldur tjóni á hljóðfærum.
Þórgunnur sagði frá því að þetta ástand sé búið að vera svona undanfarin ár og bætti því við að vatn safnist fyrir á loftinu og í liðinni viku þurfti að dæla vatni af loftinu. Þórgunnur og fræðslufulltrúi sátu fund með Sveini Hreinssyni umsjónarmanni fasteigna þar sem komið var inn á þetta mál og úrlausnir ræddar. Fræðslunefnd vísar erindinu til framkvæmdanefndar.
Framkvæmdanefnd - 2. fundur - 09.03.2016
Fyrir nefndinni liggur tölvupóstur frá Árna Sigurbjarnarsyni þar sem hann gerir alvarlegar athugasemdir við ástand sals Borgarhólsskóla. Einangrun er ófullnægjandi sem skapar eldhættu, hættu á að klaki sem myndast hrynji af þakinu og ójafnt hitastig sem veldur tjóni á hljóðfærum.
Lagt fram til kynningar.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að vinna að úrlausnum málsins.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að vinna að úrlausnum málsins.
Framkvæmdanefnd - 4. fundur - 11.05.2016
Taka þarf afstöðu til tilboðs í endurnýjun á þaki Borgarholtsskóla.
Aðeins eitt tilboð barst í verkið.
Ákveðið að hafna tilboðinu þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsramma.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að endurskoða viðhaldsþörfina og ræða við tilboðsgjafa um framkvæmd á ákveðnum verkþáttum sem þá rúmast innan fjárhagsramma.
Ákveðið að hafna tilboðinu þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsramma.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að endurskoða viðhaldsþörfina og ræða við tilboðsgjafa um framkvæmd á ákveðnum verkþáttum sem þá rúmast innan fjárhagsramma.