Fara í efni

Fræðslunefnd

1. fundur 02. mars 2016 kl. 11:00 - 13:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir formaður
  • Stefán L Rögnvaldsson aðalmaður
  • Anný Peta Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Erla Dögg Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Jón Höskuldsson Ritari
  • Þórhildur Sigurðardóttir
Fundargerð ritaði: Jón Höskuldsson Fræðslufulltrúi
Dagskrá

1.Úttekt Mennta- og menningarmálaráðuneytis á starfsemi Borgarhólsskóla

Málsnúmer 201602099Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur skýrsla Námsmatsstofnunar vegna ytra mats Borgarhólsskóla.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir kynnti niðurstöður matsins. Niðurstöðurnar eru nokkuð góðar og skólastjórnendur munu fylgja þeim eftir með umbótaáætlun. Nefndarfólk lýsir yfir óánægju sinni með að skýrslan hafi ekki borist frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu á rafrænu formi. Fræðslufulltrúa er falið að óska eftir rafrænu afriti og stefnt er að því að það verði birt á heimasíðu Borgarhólsskóla.

2.Viðhald á sal Borgarhólsskóla

Málsnúmer 201602129Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur tölvupóstur frá Árna Sigurbjarnarsyni þar sem hann gerir alvarlegar athugasemdir við ástand sals Borgarhólsskóla. Einangrun er ófullnægjandi sem skapar eldhættu, hættu á að klaki sem myndast hrynji af þakinu og ójafnt hitastig sem veldur tjóni á hljóðfærum.
Þórgunnur sagði frá því að þetta ástand sé búið að vera svona undanfarin ár og bætti því við að vatn safnist fyrir á loftinu og í liðinni viku þurfti að dæla vatni af loftinu. Þórgunnur og fræðslufulltrúi sátu fund með Sveini Hreinssyni umsjónarmanni fasteigna þar sem komið var inn á þetta mál og úrlausnir ræddar. Fræðslunefnd vísar erindinu til framkvæmdanefndar.

3.Samstarf Grunnskóla Raufarhafnar og Rannsóknarstöðvarinnar Rifs.

Málsnúmer 201603001Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur kynning Birnu Björnsdóttur skólastjóra á fyrirhuguðu samstarfi Grunnskólans á Raufarhöfn og Rannsóknarstöðvarinnar Rifs.
Birna kynnti hugmyndina. Nefndinni líst vel á hugmyndina og felur Birnu að vinna áfram að málinu.

4.Rekstur leikskóladeilda í samreknum leik- og grunnskólum.

Málsnúmer 201602123Vakta málsnúmer

Nefndin hefur til umræðu stöðu leikskóladeilda samrekinna leik- og grunnskóla.
Ekki eru fyrirsjáanlegar breytingar á rekstri deildanna á næsta starfsári.

5.Grunnskóli Raufarhafnar

Málsnúmer 201506016Vakta málsnúmer

Nefndin hefur til umræðu stöðu Grunnskólans á Raufarhöfn.
Nefndin sér ekki fram á breytingar á rekstri skólans á næsta starfsári. Nefndin mun fjalla áfram um málefni skólans á fundi í apríl.

6.Málaflokkur 04. Drög að niðurstöðu fjárhagsársins 2015.

Málsnúmer 201602128Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.04 Gjaldskrár leikskóla 2016

Málsnúmer 201508014Vakta málsnúmer

Nefndin hefur til umfjöllunar samræmingu gjaldskráa fæðisgjalda leikskóla í sveitarfélaginu.
Nefndin telur ekki þörf á samræmingu á gjaldskrám.
Fulltrúar Borgarhólsskóla sátu fundinn frá kl. 11 - 11.30.
Fulltrúi Tjörneshrepps sat fundinn frá kl. 11 - 11.30.
Fulltrúar Grunnskóla Raufarhafnar voru á símafundi frá kl. 11.30 - 11.45.

Fundi slitið - kl. 13:45.