Samstarf Grunnskóla Raufarhafnar og Rannsóknarstöðvarinnar Rifs.
Málsnúmer 201603001
Vakta málsnúmerFræðslunefnd - 1. fundur - 02.03.2016
Fyrir nefndinni liggur kynning Birnu Björnsdóttur skólastjóra á fyrirhuguðu samstarfi Grunnskólans á Raufarhöfn og Rannsóknarstöðvarinnar Rifs.
Birna kynnti hugmyndina. Nefndinni líst vel á hugmyndina og felur Birnu að vinna áfram að málinu.
Fræðslunefnd - 13. fundur - 12.04.2017
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar erindi Rannsóknarstöðvarinnar Rifs vegna uppbyggingar rannsóknaraðstöðu fyrir Rif í Grunnskóla Raufarhafnar. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 2. mars 2016.
Fræðslunefnd óskar eftir frekari upplýsingum frá Rannsóknarstöðinni Rifi um uppbygginguna sérstaklega hvað varðar þær framkvæmdir á skólahúsnæðinu sem lýst er í erindinu. Fræðslufulltrúa er falið ásamt skólastjóra að funda með fulltrúum Rannsóknarstöðvarinnar og framkvæmda- og þjónustufulltrúa Norðurþings um væntanlega uppbyggingu.
Fræðslunefnd - 15. fundur - 14.06.2017
Fræðslunefnd tekur aftur til umfjöllunar erindi Rannsóknarstöðvarinnar Rifs um uppbyggingu rannsóknaraðstöðu í Grunnskóla Raufarhafnar. Í innsendri greinargerð Rannsóknarstöðvarinnar er verkefninu lýst, grein gerð fyrir notkunarmöguleikum fyrirhugaðrar aðstöðu, framkvæmdum vegna uppsetningar hennar lýst og fjármögnun verkefnisins og framkvæmda vegna þess útlistuð. Þar kemur fram að Rannsóknarstöðin Rif muni alfarið standa straum af kostnaði vegna uppsetningar aðstöðunnar auk annars tilfallandi kostnaðar vegna hennar. Um samstarfsverkefni Rannsóknarstöðvarinnar og Grunnskóla Raufarhafnar er að ræða þar sem Rannsóknarstöðin leggur til fjármagn og mannskap til uppbyggingar aðstöðunnar en Grunnskólinn leggur til húsnæði. Markmið samstarfsins er m.a. að auka gæði og fjölbreytni í kennslu umhverfisfræði, náttúruvísinda og raungreina. Þá hyggst Rannsóknarstöðin nýta aðstöðuna til að sinna vöktun og rannsóknum á lífríki Norð-austulands.
Fræðslunefnd samþykkir uppbyggingu rannsóknaraðstöðu í Grunnskóla Raufarhafnar.