Fræðslunefnd
Dagskrá
Birna Björnsdóttir skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar og María Peters Sveinsdóttir fulltrúi starfsfólks sátu fundinn í gegnum síma undir lið eitt.
1.Samstarf Grunnskóla Raufarhafnar og Rannsóknarstöðvarinnar Rifs.
Málsnúmer 201603001Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar erindi Rannsóknarstöðvarinnar Rifs vegna uppbyggingar rannsóknaraðstöðu fyrir Rif í Grunnskóla Raufarhafnar. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 2. mars 2016.
Fræðslunefnd óskar eftir frekari upplýsingum frá Rannsóknarstöðinni Rifi um uppbygginguna sérstaklega hvað varðar þær framkvæmdir á skólahúsnæðinu sem lýst er í erindinu. Fræðslufulltrúa er falið ásamt skólastjóra að funda með fulltrúum Rannsóknarstöðvarinnar og framkvæmda- og þjónustufulltrúa Norðurþings um væntanlega uppbyggingu.
2.Viðmið um fjölda leikskólabarna á deild samrekinna leik- og grunnskóla
Málsnúmer 201612016Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar undirritaða áskorun íbúa um breytingar á rekstri leikskóladeildanna í Lundi og á Kópaskeri. Skorað er á fræðsluyfirvöld að reka einn leikskóla með tveimur starfsstöðvum, einni í Lundi og annarri á Kópaskeri með það að markmiði að tryggja að báðar starfsstöðvar njóti faglegrar þjónustu með tilfærslu á starfsfólki en einnig að eyða togstreytu um mismunandi gæði starfsstöðvanna.
Fræðslunefnd frestar afgreiðslu erindisins. Fræðslunefnd felur fræðslufulltrúa ásamt skólastjóra Öxarfjarðarskóla að halda fund með foreldrum barna á leikskólaaldri við Öxarfjörð til að kanna hug foreldra varðandi dagvistunarúrræði fyrir komandi skólaár.
3.Fræðslusvið - Fjárhagsáætlun 2016
Málsnúmer 201703015Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar niðurstöðu fjárhagsársins 2016.
Fræðslunefnd mun boða forsvarsmenn stofnana á næsta fund nefndarinnar í maí þar sem farið verður yfir niðurstöðu hverrar stofnunar fyrir sig ásamt því að skoða stöðu fjárhagsáætlunar 2017.
4.Skólaakstur - Útboð 2017
Málsnúmer 201701063Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar tillögu fræðslufulltrúa að útboðslýsingu vegna útboðs skólaaksturs í Norðurþingi.
Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu.
5.Stóra upplestrarkeppnin
Málsnúmer 201704013Vakta málsnúmer
Fræðslufulltrúi leggur fram til kynningar framkvæmd og niðurstöðu lokahátíðar stóru upplestrarkeppninnar í Þingeyjarsýslum. Lokahátíðirnar voru tvær að þessu sinni, önnur haldinn á Raufarhöfn þar sem nemendur Grunnskóla Bakkafjarðar, Grunnskóla Þórshafnar, Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla tóku þátt. Hin hátíðin var haldinn á Húsavík með þátttöku nemenda Reykjahlíðarskóla, Þingeyjarskóla og Borgarhólsskóla.
Fræðslufulltrúi sagði frá því að undirbúningur hátíðanna væri umfangsmikill þar sem mikil áhersla sé lögð á að umgjörð hátíðanna sé sem best. Hátíðirnar heppnuðust í alla staði mjög vel.
Fundi slitið - kl. 15:00.