Viðmið um fjölda leikskólabarna á deild samrekinna leik- og grunnskóla
Málsnúmer 201612016
Vakta málsnúmerFræðslunefnd - 9. fundur - 14.12.2016
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar erindi Silju Jóhannesdóttur vegna samþykktar íbúafundar í Öxarfjarðarhéraði frá í janúar 2016. Þar var samþykkt að óska eftir því við Norðurþing að breyta viðmiðum um fjölda barna á deild leikskóla til að koma til móts við íbúa á Kópaskeri.
Fræðslunefnd frestar afgreiðslu erindisins og fræðslufulltrúa falið að skoða málið nánar.
Fræðslunefnd - 12. fundur - 08.03.2017
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar erindi Silju Jóhannesdóttur vegna samþykktar íbúafundar í Öxarfjarðarhéraði. Þar var samþykkt að óska eftir því við Norðurþing að breyta viðmiðum um fjölda barna á deild leikskóla til að koma til móts við íbúa á Kópaskeri.
Erindið er nú tekið fyrir á ný eftir að afgreiðslu þess hafði verið frestað á fundi nefndarinnar þann 14. desember sl. Fræðslufulltrúi sat fund með íbúum á Kópaskeri 2. mars þar sem farið var yfir stöðuna. Fundargerð fundarins hefur verið gerð fulltrúum fræðslunefndar aðgengileg. Tvö börn eru á deildinni nú en viðmiðin gera ráð fyrir að lágmarki fjórum börnum á leikskóladeildum sveitarfélagsins 1. maí ár hvert.
Erindið er nú tekið fyrir á ný eftir að afgreiðslu þess hafði verið frestað á fundi nefndarinnar þann 14. desember sl. Fræðslufulltrúi sat fund með íbúum á Kópaskeri 2. mars þar sem farið var yfir stöðuna. Fundargerð fundarins hefur verið gerð fulltrúum fræðslunefndar aðgengileg. Tvö börn eru á deildinni nú en viðmiðin gera ráð fyrir að lágmarki fjórum börnum á leikskóladeildum sveitarfélagsins 1. maí ár hvert.
Fræðslunefnd synjar erindinu, með atkvæðum Stefáns Leifs, Annýjar Petu, Berglindar Jónu og Þórhildar.
Nefndin bókar jafnframt að verði fjöldi skráninga á leikskóladeildinni á Kópaskeri undir núverandi viðmiðum 1. maí 2017 verði önnur úrræði til dagvistunar leikskólabarna á Kópaskeri skoðuð.
Nefndin bókar jafnframt að verði fjöldi skráninga á leikskóladeildinni á Kópaskeri undir núverandi viðmiðum 1. maí 2017 verði önnur úrræði til dagvistunar leikskólabarna á Kópaskeri skoðuð.
Fræðslunefnd - 13. fundur - 12.04.2017
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar undirritaða áskorun íbúa um breytingar á rekstri leikskóladeildanna í Lundi og á Kópaskeri. Skorað er á fræðsluyfirvöld að reka einn leikskóla með tveimur starfsstöðvum, einni í Lundi og annarri á Kópaskeri með það að markmiði að tryggja að báðar starfsstöðvar njóti faglegrar þjónustu með tilfærslu á starfsfólki en einnig að eyða togstreytu um mismunandi gæði starfsstöðvanna.
Fræðslunefnd frestar afgreiðslu erindisins. Fræðslunefnd felur fræðslufulltrúa ásamt skólastjóra Öxarfjarðarskóla að halda fund með foreldrum barna á leikskólaaldri við Öxarfjörð til að kanna hug foreldra varðandi dagvistunarúrræði fyrir komandi skólaár.
Fræðslunefnd - 14. fundur - 10.05.2017
Fræðslunefnd hefur aftur til umfjöllunar undirritaða áskorun íbúa um breytingar á rekstri leikskóladeildanna í Lundi og á Kópaskeri. Afgreiðslu erindisins var frestað á síðasta fundi nefndarinnar og ákveðið að fræðslufulltrúi myndi halda fund með foreldrum leikskólabarna til að kanna hug þeirra til dagvistunarmála á svæðinu.
Fræðslunefnd bregst við áskorun íbúa með því að framlengja skráningarfrest í leikskóladeildina á Kópaskeri til 15. júní. Náist viðunandi skráning fjögurra barna að lágmarki mun fræðslunefnd stuðla að eflingu starfssemi leikskóladeildarinnar. Fræðslunefnd felur fræðslufulltrúa í samstarfi við skólastjóra að hvetja foreldra barna á leikskólaaldri við Öxarfjörð til að skrá börn sín á leikskóla fyrir 15. júní.
Olga setur fram eftirfarandi tillögu:
Að á starfssvæði Öxarfjarðarskóla verði rekinn einn leikskóli með tveimur starfsstöðum, einni í Lundi og annarri á Kópaskeri með það að markmiði að báðar starfsstöðvar njóti faglegrar þjónustu með tilfærslu starfsfólks og tryggja með því gæði þeirra þjónustu sem í boði þarf að vera á hvorri starfsstöð fyrir sig.
Tillagan er felld með atkvæðum Berglindar Jónu, Stefáns, Annýjar Petu og Þórhildar.
Olga óskar bókað.
Vegna afgreiðslu nefndarinnar á 13. fundi 12. apríl 2017 á erindi frá 43 íbúum á starfssvæði Öxarfjarðarskóla vil ég benda á eftirfarandi. Borist hefur athugasemd frá forsvarsmönnum 5 atvinnufyrirtækja á svæðinu, sem í dag eru með 53 starfsmenn í fullu starfi, þar sem farið er fram á að fulltrúar atvinnulífsins séu kallaðir til samráðs við lausn þessa máls, ekki síður en skólastjóri og foreldrar þar sem að þeirra mati fara að fullu og öllu leyti saman hagsmunir foreldra, barna og atvinnulífs. Undirrituð tekur undir þetta sjónarmið og fer fram á að við þessari kröfu verði orðið hið fyrsta.
Olga setur fram eftirfarandi tillögu:
Að á starfssvæði Öxarfjarðarskóla verði rekinn einn leikskóli með tveimur starfsstöðum, einni í Lundi og annarri á Kópaskeri með það að markmiði að báðar starfsstöðvar njóti faglegrar þjónustu með tilfærslu starfsfólks og tryggja með því gæði þeirra þjónustu sem í boði þarf að vera á hvorri starfsstöð fyrir sig.
Tillagan er felld með atkvæðum Berglindar Jónu, Stefáns, Annýjar Petu og Þórhildar.
Olga óskar bókað.
Vegna afgreiðslu nefndarinnar á 13. fundi 12. apríl 2017 á erindi frá 43 íbúum á starfssvæði Öxarfjarðarskóla vil ég benda á eftirfarandi. Borist hefur athugasemd frá forsvarsmönnum 5 atvinnufyrirtækja á svæðinu, sem í dag eru með 53 starfsmenn í fullu starfi, þar sem farið er fram á að fulltrúar atvinnulífsins séu kallaðir til samráðs við lausn þessa máls, ekki síður en skólastjóri og foreldrar þar sem að þeirra mati fara að fullu og öllu leyti saman hagsmunir foreldra, barna og atvinnulífs. Undirrituð tekur undir þetta sjónarmið og fer fram á að við þessari kröfu verði orðið hið fyrsta.
Fræðslunefnd - 15. fundur - 14.06.2017
Fræðslunefnd hefur áfram til umfjöllunar stöðu mála varðandi fjölda barna á leikskóladeildinni á Kópaskeri. Á síðasta fundi nefndarinnar var veittur viðbótarfrestur til skráningar barna á deildina til 15. júní.
Reiknað er með 11 börnum í leikskóladeild Öxarfjarðarskóla í Lundi skólaárið 2017-18 og sótt hefur verið um fyrir 4 börn í leikskóladeild Öxarfjarðarskóla á Kópaskeri, eitt þeirra hæfi vistun um áramót.
Líklegt að um 4 -5 börn verði í leikskóladeild Öxarfjarðarskóla á Kópaskeri skólaárið 2018-19 ef fram fer sem horfir.
Reiknað er með 11 börnum í leikskóladeild Öxarfjarðarskóla í Lundi skólaárið 2017-18 og sótt hefur verið um fyrir 4 börn í leikskóladeild Öxarfjarðarskóla á Kópaskeri, eitt þeirra hæfi vistun um áramót.
Líklegt að um 4 -5 börn verði í leikskóladeild Öxarfjarðarskóla á Kópaskeri skólaárið 2018-19 ef fram fer sem horfir.
Þar sem viðmiðum um skráningar fjögurra barna á leikskóladeildinni á Kópaskeri hefur verið náð mun deildin verða rekin áfram skólaárið 2017-2018. Þá vísar fræðslunefnd einnig til bókunar sinnar frá fundi 10. maí sl. um eflingu deildarinnar.
Fræðslunefnd - 23. fundur - 14.02.2018
Fræðslunefnd heldur áfram umfjöllun sinni um dagvistunarúrræði á Kópaskeri.
Fræðslunefnd ræddi áfram fyrirkomulag dagvistunarúrræða á Kópaskeri. Ræddar voru leiðir til úrlausnar og fræðslufulltrúa falið að vinna málið áfram.
Fræðslunefnd - 25. fundur - 09.05.2018
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar stöðu leikskóladeildarinnar á Kópaskeri.
Nú eru skráð 5 börn á leikskóladeildinni á Kópaskeri. Viðmiðum um fjölda barna fyrir skólaárið er því náð.