Fræðslunefnd
Dagskrá
1.04 211 Borgarhólsskóli fjárhagsáætlun 2016
Málsnúmer 201508013Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar niðurstöðu fjárhagsársins 2016 hjá Borgarhólsskóla.
Þórgunnur skólastjóri gerði grein fyrir niðurstöðu fjárhagsársins 2016. Þórgunnur telur óásættanlegt að farið sé fram úr áætlun en bendir á að framúrkeyrslan sé vegna launa og launtengdra gjalda. Hún sjái ekki fram á skólinn geti starfað með færri starfsmönnum og því hafi launaliðurinn í raun verið vanáætlaður. Hún benti jafnframt á að samningar kennara hafi verið samþykktir eftir að núverandi fjárhagsáætlun hafi verið samþykkt og samningar séu að nýju lausir í nóvember. Það muni því að öllum líkindum skekkja fjárhagsáætlun yfirstandandi árs.
2.Borgarhólsskóli - Fjárhagsáætlun mötuneytis 2016
Málsnúmer 201705054Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar niðurstöðu fjárhagsársins 2016 hjá mötuneyti Borgarhólsskóla.
Þórgunnur skólastjóri gerði grein fyrir niðurstöðu fjárhagsársins 2016. Framúrkeyrsla ársins 2016 stafar af meiri innkaupum á hráefni heldur en gert var ráð fyrir og greiðslu yfirvinnu sem ekki var gert ráð fyrir. Hafnar eru viðræður við birgja um endurskoðun samninga við þá og Þórgunnur hefur rætt við matráð um að ekki verði greidd yfirvinna í mötuneyti.
3.Borgarhólsskóli - Skóladagatal 2017-2018
Málsnúmer 201705055Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar skóladagatal Borgarhólsskóla fyrir skólaárið 2017-2018.
Þórgunnur kynnti skóladagatal skólaársins 2017-2018. Fræðslunefnd staðfestir fyrirliggjandi tillögu að skóladagatali.
4.04 511 Tónlistarskóli Húsavíkur fjárhagsáætlun 2016
Málsnúmer 201508017Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar niðurstöðu fjárhagsársins 2016 hjá Tónlistarskóla Húsavíkur.
Umræðu um fjárhagsáætlun er frestað til næsta fundar. Árni fór yfir starfssemi Tónlistarskólans á árinu. Reyndari kennarar við skólann hafa verið að minnka við sig kennslu og hætta. Vinna við að bæta við kennurum í þeirra stað stendur yfir.
5.Tónlistarskóli Húsavíkur - Skóladagatal 2017-2018
Málsnúmer 201705056Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar skóladagatal Tónlistarskóla Húsavíkur fyrir skólaárið 2017-2018.
Árni skólastjóri kynnti skóladagatal skólaársins 2017-2018. Fræðslunefnd staðfestir fyrirliggjandi tillögu að skóladagatali.
6.04 216 Grunnskóli Raufarhafnar fjárhagsáætlun 2106
Málsnúmer 201508016Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar niðurstöðu fjárhagsársins 2016 hjá Grunnskóla Raufarhafnar.
Birna Björnsdóttir skólastjóri kynnti niðurstöðu fjárhagsársins 2016. Niðurstaðan er í samræmi við áætlun. Hún sér fram á fjölgun nemenda og að bæta þurfi við starfsfólki t.d. vegna frímínútnagæslu.
7.Grunnskóli Raufarhafnar - Skóladagatal 2017-2018
Málsnúmer 201705057Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar skóladagatal Grunnskóla Raufarhafnar fyrir skólaárið 2017-2018.
Umfjöllun um skóladagatal er frestað til næsta fundar fræðslunefndar.
8.04 215 Öxarfjarðarskóli, fjárhagsáætlun 2016
Málsnúmer 201508015Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar niðurstöðu fjárhagsársins 2016 hjá Öxarfjarðarskóla.
Guðrún skólastjóri kynnti niðurstöðu fjárhagsársins 2016. Niðurstaðan er í samræmi við áætlun en Guðrún nefndi að óskandi væri að meira fjármagni væri veitt til skólans t.d. til að greiða fyrir forföll.
9.Öxarfjarðarskóli - Skóladagatal 2017-2018
Málsnúmer 201705058Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar skóladagatal Öxarfjarðarskóla fyrir skólaárið 2017-2018.
Guðrún kynnti skóladagatal skólaársins 2017-2018. Fræðslunefnd staðfestir fyrirliggjandi tillögu að skóladagatali.
10.04 111 Grænuvellir, fjárhagsáætlun 2016
Málsnúmer 201508012Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar niðurstöðu fjárhagsársins 2016 hjá Grænuvöllum.
Sigríður Valdís leikskólastjóri gerði grein fyrir niðurstöðu fjárhagsársins 2016. Hún lýsti því að hún væri ósátt við niðurstöðuna vegna framúrkeyrslu en hana megi útskýra með launahækkunum og óvæntum bilunum í búnaði. Sigríður telur að fjármagn til leikskólans hafi verið vanáætlað.
11.Grænuvellir - Skóladagatal 2017-2018
Málsnúmer 201705059Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar skóladagatal Grænuvalla fyrir skólaárið 2017-2018.
Sigríður Valdís kynnti skóladagatal skólaársins 2017-2018. Fræðslunefnd staðfestir fyrirliggjandi tillögu að skóladagatali.
12.Fræðslusvið - Fjárhagsáætlun 2017
Málsnúmer 201606163Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar stöðu fjárhagsáætlunar fræðslusviðs fyrir árið 2017.
Fræðslufulltrúi fór yfir stöðu fjárhagsáætlunar 2017. Staðan nú er samkvæmt áætlun.
13.Viðmið um fjölda leikskólabarna á deild samrekinna leik- og grunnskóla
Málsnúmer 201612016Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd hefur aftur til umfjöllunar undirritaða áskorun íbúa um breytingar á rekstri leikskóladeildanna í Lundi og á Kópaskeri. Afgreiðslu erindisins var frestað á síðasta fundi nefndarinnar og ákveðið að fræðslufulltrúi myndi halda fund með foreldrum leikskólabarna til að kanna hug þeirra til dagvistunarmála á svæðinu.
Fræðslunefnd bregst við áskorun íbúa með því að framlengja skráningarfrest í leikskóladeildina á Kópaskeri til 15. júní. Náist viðunandi skráning fjögurra barna að lágmarki mun fræðslunefnd stuðla að eflingu starfssemi leikskóladeildarinnar. Fræðslunefnd felur fræðslufulltrúa í samstarfi við skólastjóra að hvetja foreldra barna á leikskólaaldri við Öxarfjörð til að skrá börn sín á leikskóla fyrir 15. júní.
Olga setur fram eftirfarandi tillögu:
Að á starfssvæði Öxarfjarðarskóla verði rekinn einn leikskóli með tveimur starfsstöðum, einni í Lundi og annarri á Kópaskeri með það að markmiði að báðar starfsstöðvar njóti faglegrar þjónustu með tilfærslu starfsfólks og tryggja með því gæði þeirra þjónustu sem í boði þarf að vera á hvorri starfsstöð fyrir sig.
Tillagan er felld með atkvæðum Berglindar Jónu, Stefáns, Annýjar Petu og Þórhildar.
Olga óskar bókað.
Vegna afgreiðslu nefndarinnar á 13. fundi 12. apríl 2017 á erindi frá 43 íbúum á starfssvæði Öxarfjarðarskóla vil ég benda á eftirfarandi. Borist hefur athugasemd frá forsvarsmönnum 5 atvinnufyrirtækja á svæðinu, sem í dag eru með 53 starfsmenn í fullu starfi, þar sem farið er fram á að fulltrúar atvinnulífsins séu kallaðir til samráðs við lausn þessa máls, ekki síður en skólastjóri og foreldrar þar sem að þeirra mati fara að fullu og öllu leyti saman hagsmunir foreldra, barna og atvinnulífs. Undirrituð tekur undir þetta sjónarmið og fer fram á að við þessari kröfu verði orðið hið fyrsta.
Olga setur fram eftirfarandi tillögu:
Að á starfssvæði Öxarfjarðarskóla verði rekinn einn leikskóli með tveimur starfsstöðum, einni í Lundi og annarri á Kópaskeri með það að markmiði að báðar starfsstöðvar njóti faglegrar þjónustu með tilfærslu starfsfólks og tryggja með því gæði þeirra þjónustu sem í boði þarf að vera á hvorri starfsstöð fyrir sig.
Tillagan er felld með atkvæðum Berglindar Jónu, Stefáns, Annýjar Petu og Þórhildar.
Olga óskar bókað.
Vegna afgreiðslu nefndarinnar á 13. fundi 12. apríl 2017 á erindi frá 43 íbúum á starfssvæði Öxarfjarðarskóla vil ég benda á eftirfarandi. Borist hefur athugasemd frá forsvarsmönnum 5 atvinnufyrirtækja á svæðinu, sem í dag eru með 53 starfsmenn í fullu starfi, þar sem farið er fram á að fulltrúar atvinnulífsins séu kallaðir til samráðs við lausn þessa máls, ekki síður en skólastjóri og foreldrar þar sem að þeirra mati fara að fullu og öllu leyti saman hagsmunir foreldra, barna og atvinnulífs. Undirrituð tekur undir þetta sjónarmið og fer fram á að við þessari kröfu verði orðið hið fyrsta.
14.Athugasemdir vegna útboðs skólaaksturs í Norðurþingi 2017
Málsnúmer 201704073Vakta málsnúmer
Rúnar Óskarsson, f.h. Fjallasýnar, óskar eftir því að fræðslunefnd geri grein fyrir því hvers vegna framlengingarákvæði í samningum um skólaakstur í sveitarfélaginu var ekki nýtt og ákveðið að bjóða aksturinn út til næstu fjögurra ára.
Eins og fram kemur í 1. grein laga um opinber innkaup ber opinberum aðilum að tryggja jafnræði fyrirtækja og stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni. Fræðslunefnd er því með ákvörðun sinni að framfylgja lögum.
Áheyrnarfulltrúar:
Undir liðum 1-3 sátu fundinn Þórgunnur R. Vigfúsdóttir, skólastjóri Borgarhólsskóla, Kristjana Ríkey Magnúsdóttir, fulltrúi kennara og Eyrún Ýr Tryggvadóttir, fulltrúi foreldra.
Undir liðum 4-5 sátu fundinn Árni Sigurbjarnarson, skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur og Adrianne Davis fulltrúi kennara.
Undir liðum 6-7 sátu fundinn í gegnum síma, Birna Björnsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar, Olga Friðriksdóttir, fulltrúi kennara og Ingunn Valdís Baldursdóttir, fulltrúi foreldra.
Undir liðum 8,9 og 13 sátu fundinn Guðrún S. Kristjánsdóttir, skólastjóri Öxarfjarðarskóla og Christoph Wöll fulltrúi kennara og foreldra.
Undir liðum 10-11 sátu fundinn Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir, leikskólastjóri á Grænuvöllum, Helga Jónsdóttir starfandi aðstoðarleikskólastjóri og Helena Eydís Ingólfsdóttir fulltrúi foreldra.
Undir liðum 1-3 sátu fundinn Þórgunnur R. Vigfúsdóttir, skólastjóri Borgarhólsskóla, Kristjana Ríkey Magnúsdóttir, fulltrúi kennara og Eyrún Ýr Tryggvadóttir, fulltrúi foreldra.
Undir liðum 4-5 sátu fundinn Árni Sigurbjarnarson, skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur og Adrianne Davis fulltrúi kennara.
Undir liðum 6-7 sátu fundinn í gegnum síma, Birna Björnsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar, Olga Friðriksdóttir, fulltrúi kennara og Ingunn Valdís Baldursdóttir, fulltrúi foreldra.
Undir liðum 8,9 og 13 sátu fundinn Guðrún S. Kristjánsdóttir, skólastjóri Öxarfjarðarskóla og Christoph Wöll fulltrúi kennara og foreldra.
Undir liðum 10-11 sátu fundinn Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir, leikskólastjóri á Grænuvöllum, Helga Jónsdóttir starfandi aðstoðarleikskólastjóri og Helena Eydís Ingólfsdóttir fulltrúi foreldra.
Fundi slitið - kl. 17:00.
Málefni Tónlistarskóla Húsavíkur voru á dagskrá kl. 14.40 - 15.00.
Málefni Grunnskóla Raufarhafnar voru á dagskrá kl. 15 - 15.20
Málefni Öxarfjarðarskóla voru á dagskrá kl. 15.20 - 15.40
Málefni Grænuvalla voru á dagskrá kl. 15.40 - 16.00.