04 211 Borgarhólsskóli fjárhagsáætlun 2016
Málsnúmer 201508013
Vakta málsnúmerFræðslunefnd - 14. fundur - 10.05.2017
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar niðurstöðu fjárhagsársins 2016 hjá Borgarhólsskóla.
Þórgunnur skólastjóri gerði grein fyrir niðurstöðu fjárhagsársins 2016. Þórgunnur telur óásættanlegt að farið sé fram úr áætlun en bendir á að framúrkeyrslan sé vegna launa og launtengdra gjalda. Hún sjái ekki fram á skólinn geti starfað með færri starfsmönnum og því hafi launaliðurinn í raun verið vanáætlaður. Hún benti jafnframt á að samningar kennara hafi verið samþykktir eftir að núverandi fjárhagsáætlun hafi verið samþykkt og samningar séu að nýju lausir í nóvember. Það muni því að öllum líkindum skekkja fjárhagsáætlun yfirstandandi árs.
Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.