04 216 Grunnskóli Raufarhafnar fjárhagsáætlun 2106
Málsnúmer 201508016
Vakta málsnúmerFræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 51. fundur - 19.08.2015
Birna Björnsdóttir gerði grein fyrir fjárhagsáæltun skólans, hún er innan þess ramma sem að skólanum var úthlutað, nokkur óvissa er um þörf fyrir stuðning einkum vegna tvítyngis nemenda.
Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 54. fundur - 19.10.2015
Fyrir nefndinni liggur endurskoðuð fjárhagsáætlun Grunnskólans á Raufarhöfn vegna endurmats starfsmanna á almennum vinnumarkaði.
Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir endurskoðaða fjárhagsáætlun og leggur til við bæjarráð að fjárhagsrammi skólans verði rýmkaður um eina milljón til að bregðast við launahækkunum. Áður hafði nefndin óskað eftir því við bæjarráð að fjárframlög til fræðslumála yrðu hækkuð um 6.600.000 og hækkar nú sú tala sem þessu nemur.
Fræðslunefnd - 14. fundur - 10.05.2017
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar niðurstöðu fjárhagsársins 2016 hjá Grunnskóla Raufarhafnar.
Birna Björnsdóttir skólastjóri kynnti niðurstöðu fjárhagsársins 2016. Niðurstaðan er í samræmi við áætlun. Hún sér fram á fjölgun nemenda og að bæta þurfi við starfsfólki t.d. vegna frímínútnagæslu.