Fræðslunefnd
Dagskrá
1.Fjölgun leikskólaplássa á Húsavík.
Málsnúmer 201604068Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd hefur áfram til umfjöllunar fjölgun leikskólaplássa á Húsavík.Í framhaldi af ákvörðun sveitarstjórnar um að kanna frekar fjárfestingu í húsnæði að Iðavöllum til lausnar á húsnæðisvanda leikskólans, gerði framkvæmdanefnd ástandsskoðun á eigninni. Á 11. fundi framkvæmdanefndar 8. desember var lagt til við byggðarráð að gert verði tilboð í eignina Iðavelli 8.
Byggðaráð samþykkti á fundi sínum 9. desember að fela sveitarstjóra að gera tilboð í eignina.
Byggðaráð samþykkti á fundi sínum 9. desember að fela sveitarstjóra að gera tilboð í eignina.
Meta þarf framkvæmdir í húsinu en þeim þarf að halda í lágmarki vegna hugsanlegrar endursölu og meta þarf framkvæmdir á Grænuvöllum. Þá þarf að setja upp tímaáætlun um hvenær eigi að framkvæma og taka í notkun. Fræðslunefnd gerir ráð fyrir að ef kaupin ganga í gegn að úrræðið verði tilbúið þegar skólinn tekur til starfa eftir sumarlokun 2017.
2.Krafa frá kennurum til sveitarfélaga
Málsnúmer 201611144Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar kröfu grunnskólakennara (bls. 62 í fylgiskjali) á Íslandi til sveitarfélaga á landinu um að þau bregðist við því ástandi sem nú er uppi vegna launakjara kennara.
Nú hafa kennarar samþykkt kjarasamning með 10 mánaða gildistíma. Samningurinn verður kynntur fræðslunefnd á næsta fundi hennar í janúar. Ekki er að öllu leyti gert ráð fyrir þeim hækkunum sem felast í samningnum í fjárhagsáætlun 2017. Þórgunnur R. Vigfúsdóttir sagði frá því að henni hefði borist erindi frá skólastjórafélaginu þar sem skólastjórar eru hvattir til að hefja umræðu við sveitarstjórnir um kjaramál kennara. Hún telur að styrkja þurfi skólaþjónustuna til að mæta auknu álagi í skólum og efla kennara í starfi.
Fræðslufulltrúa er falið að fylgja málinu eftir í samstarfi við skólastjórnendur og sveitarstjóra.
Fræðslunefnd leggur til að eingreiðsla sem greiða eigi félagsmönnum í FG samkvæmt samningnum verði greidd öllum, einnig þeim sem eru í veikindaleyfi eða fæðingarorlofi.
Fræðslufulltrúa er falið að fylgja málinu eftir í samstarfi við skólastjórnendur og sveitarstjóra.
Fræðslunefnd leggur til að eingreiðsla sem greiða eigi félagsmönnum í FG samkvæmt samningnum verði greidd öllum, einnig þeim sem eru í veikindaleyfi eða fæðingarorlofi.
3.Frumkvæðisúttekt Persónuverndar - Skráning persónulegra upplýsinga í Mentor
Málsnúmer 201608148Vakta málsnúmer
Lögð er fram til kynningar frumkvæðisúttekt Persónuverndar vegna skráninga persónulegra upplýsinga í Mentor ásamt skýrslu starfshóps um skoðun á skráningum upplýsinga um nemendur grunnskóla í rafræn upplýsingakerfi.
Lagt fram til kynningar.
4.Viðmið um fjölda leikskólabarna á deild samrekinna leik- og grunnskóla
Málsnúmer 201612016Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar erindi Silju Jóhannesdóttur vegna samþykktar íbúafundar í Öxarfjarðarhéraði frá í janúar 2016. Þar var samþykkt að óska eftir því við Norðurþing að breyta viðmiðum um fjölda barna á deild leikskóla til að koma til móts við íbúa á Kópaskeri.
Fræðslunefnd frestar afgreiðslu erindisins og fræðslufulltrúa falið að skoða málið nánar.
5.Eftirfylgni með úttekt á Öxarfjarðarskóla
Málsnúmer 201609077Vakta málsnúmer
Fyrir fræðslunefnd liggur erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna eftirfylgni með úttekt á Öxarfjarðarskóla.
Mennta- og menningarmálaráðuneytinu tilkynnir í bréfi til sveitarfélagsins að eftirfylgni með úttekt á Öxarfjarðarskóla sé nú lokið. Þar segir m.a.: "Ráðuneytið þakkar fyrir upplýsingarnar og telur að sveitarfélagið hafi gert fyllilega grein fyrir umbótum í kjölfar úttektar ráðuneytisins. Málinu er hér með lokið að hálfu ráðuneytisins."
6.Fræðslunefnd - Nefndarstörf 2017
Málsnúmer 201612015Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar störf nefndarinnar, verkefni, verklag og skipulag fyrir árið 2017.
Fræðslunefnd fór yfir aðkallandi verkefni næsta árs.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri, Helga Jónsdóttir starfandi aðstoðarleikskólastjóri og Helena Eydís Ingólfsdóttir fulltrúi foreldra sátu fundinn undir lið eitt.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir sat fundinn undir liðum tvö og þrjú.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir sat fundinn undir liðum tvö og þrjú.
Fundi slitið - kl. 14:00.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir sat fundinn undir liðum tvö og þrjú kl. 11.15 - 11.45.