Eftirfylgni með úttekt á Öxarfjarðarskóla
Málsnúmer 201609077
Vakta málsnúmerFræðslunefnd - 5. fundur - 14.09.2016
Fyrir nefndinni liggur erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytis þar sem óskað er eftir mati sveitarstjórnar á framkvæmdum umbóta í kjölfar ytri úttektar á Öxarfjarðarskóla árið 2012. Sérstaklega er óskað eftir upplýsingum um hvernig sveitarfélagið muni leysa framtíðarfyrirkomulag heimilisfræðikennslu við skólann.
Fræðslunefnd felur skólastjóra Öxarfjarðarskóla að staðfesta fyrir hönd sveitarfélagsins að vinnu samkvæmt umbótaáætlun sveitarfélagsins og skólans sé lokið. Auk þess felur fræðslunefnd fræðslufulltrúa ásamt skólastjóra að meta fyrir hönd sveitarstjórnar hvernig sveitarfélagi og skóla hefur tekist að vinna að umbótum í skólastarfinu í kjölfar úttektarinnar ásamt upplýsingum um hvernig sveitarfélagið muni leysa framtíðarfyrirkomulag heimilisfræðikennslu við skólann þannig að tryggt sé að nemendur skólans hafi möguleika á að ná hæfniviðmiðum aðalnámskrár í því fagi jafnt og öðrum fögum aðalnámskrár. Skólastjórnendur munu í samstarfi við fræðslufulltrúa gera ítarlega grein fyrir þessu og leggja fyrir sveitarstjórn.
Fræðslunefnd - 7. fundur - 12.10.2016
Fræðslunefnd fjallar áfram um erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem óskað er eftir mati sveitarstjórnar á framkvæmdum umbóta í kjölfar ytri úttektar á Öxarfjarðarskóla árið 2012.
Fræðslunefnd staðfestir að vinnu við umbótaáætlun sé lokið. Nefndin metur það sem svo að framkvæmdir umbóta séu vel heppnaðar.
Fræðslunefnd - 9. fundur - 14.12.2016
Fyrir fræðslunefnd liggur erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna eftirfylgni með úttekt á Öxarfjarðarskóla.
Mennta- og menningarmálaráðuneytinu tilkynnir í bréfi til sveitarfélagsins að eftirfylgni með úttekt á Öxarfjarðarskóla sé nú lokið. Þar segir m.a.: "Ráðuneytið þakkar fyrir upplýsingarnar og telur að sveitarfélagið hafi gert fyllilega grein fyrir umbótum í kjölfar úttektar ráðuneytisins. Málinu er hér með lokið að hálfu ráðuneytisins."