Fræðslunefnd
Dagskrá
1.Eftirfylgni með úttekt á Öxarfjarðarskóla
Málsnúmer 201609077Vakta málsnúmer
Fyrir nefndinni liggur erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytis þar sem óskað er eftir mati sveitarstjórnar á framkvæmdum umbóta í kjölfar ytri úttektar á Öxarfjarðarskóla árið 2012. Sérstaklega er óskað eftir upplýsingum um hvernig sveitarfélagið muni leysa framtíðarfyrirkomulag heimilisfræðikennslu við skólann.
Fræðslunefnd felur skólastjóra Öxarfjarðarskóla að staðfesta fyrir hönd sveitarfélagsins að vinnu samkvæmt umbótaáætlun sveitarfélagsins og skólans sé lokið. Auk þess felur fræðslunefnd fræðslufulltrúa ásamt skólastjóra að meta fyrir hönd sveitarstjórnar hvernig sveitarfélagi og skóla hefur tekist að vinna að umbótum í skólastarfinu í kjölfar úttektarinnar ásamt upplýsingum um hvernig sveitarfélagið muni leysa framtíðarfyrirkomulag heimilisfræðikennslu við skólann þannig að tryggt sé að nemendur skólans hafi möguleika á að ná hæfniviðmiðum aðalnámskrár í því fagi jafnt og öðrum fögum aðalnámskrár. Skólastjórnendur munu í samstarfi við fræðslufulltrúa gera ítarlega grein fyrir þessu og leggja fyrir sveitarstjórn.
2.Öxarfjarðarskóli - Ósk um breytingu á skóladagatali 2016-2017
Málsnúmer 201608126Vakta málsnúmer
Fyrir nefndinni liggur ósk skólastjóra Öxarfjarðarskóla um breytingu á skóladagatali. Óskað er eftir eftirfarandi breytingu: Að sameiginlegur starfsdagur, leik- og grunnskóla þann 18. nóvember verði færður til 19. september vegna námskeiðs sem þar verður haldið.
Í framhaldi af þessari breytingu er einnig óskað eftir því að starfsdagur 7. október verði fluttur til 18. nóvember svo ekki verði of stutt á milli starfsdaga í grunnskóladeild.
Í framhaldi af þessari breytingu er einnig óskað eftir því að starfsdagur 7. október verði fluttur til 18. nóvember svo ekki verði of stutt á milli starfsdaga í grunnskóladeild.
Nefndin samþykkir breytinguna.
3.Öxarfjarðarskóli - Fjárhagsáætlun 2017
Málsnúmer 201606127Vakta málsnúmer
Nefndin hefur til umfjöllunar launalið fjárhagsáætlunar 2017 hjá Öxarfjarðarskóla.
Skólastjóri gerði grein fyrir yfirstandandi vinnu við launalið fjárhagsáætlunar. Frekari umræða um fjárhagsáætlun skólans fer fram á fundi nefndarinnar í október.
4.Fræðslusvið - Gjaldskrár 2017
Málsnúmer 201609125Vakta málsnúmer
Nefndin hefur til umfjöllunar gjaldskrár stofnanna fræðslusvið fyrir 2017.
Fræðslufulltrúi greinir frá því að gera megi ráð fyrir þriggja prósenta hækkun á gjaldskrám en verðbólguspá Seðlabankans gerir ráð fyrir um þriggja og hálfs prósent verðbólgu á næsta ári. Nefndin leggur til að skólastjórar taki tillit til þessa við gerð fjárhagsáætlunar.
5.Grunnskóli Raufarhafnar - Ársskýrsla 2015-2016/Starfsáætlun 2016-2017.
Málsnúmer 201608026Vakta málsnúmer
Skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar leggur fram til kynningar ársskýrslu 2015-2016 og starfsáætlun 2016-2017.
Lagt fram til kynningar.
6.Grunnskóli Raufarhafnar - Uppsetning fjarfundaaðstöðu
Málsnúmer 201608156Vakta málsnúmer
Þekkingarnet Þingeyinga hefur óskað eftir því við Skólastjóra Grunnskólans á Raufarhöfn að setja upp fjarfundabúnað og námsaðstöðu í skólanum sem nýst gæti fyrir námskeiðshald, þjónustu við fjarnema og fleira á vegum Þekkingarnetsins.
Skólastjóri tók jákvætt í hugmyndina og mun vinna að útfærslu hennar ásamt starfsmönnum þekkingarnetsins. Nefndin fagnar samstarfinu.
7.Grunnskóli Raufarhafnar - Ósk um breytingu á skóladagatali 2016-2017
Málsnúmer 201609025Vakta málsnúmer
Fyrir nefndinni liggur ósk skólastjóra Grunnskólans á Raufarhöfn um breytingu á skóladagatali. Óskað er eftir eftirfarandi breytingu: Í stað starfsdags fyrir starfsfólk grunnskólans þann 16. september og sameiginlegs starfsdags í leik- og grunnskóla 3. október verði sameiginlegur starfsdagur leik- og grunnskóla þann 19. september á Húsavík vegna námskeiðs sem þar verður haldið. Starfsdagur starfsmanna grunnskólans yrði færður til 3. október.
Nefndin samþykkir breytinguna.
8.Grunnskóli Raufarhafnar - Fjárhagsáætlun 2017
Málsnúmer 201606124Vakta málsnúmer
Nefndin hefur til umfjöllunar launalið fjárhagsáætlunar 2017 hjá Grunnskóla Raufarhafnar.
Skólastjóri gerði grein fyrir yfirstandandi vinnu við launalið fjárhagsáætlunar. Frekari umræða um fjárhagsáætlun skólans fer fram á fundi nefndarinnar í október.
9.Flutningur bókasafnsins á Raufarhöfn í Grunnskóla Raufarhafnar
Málsnúmer 201609167Vakta málsnúmer
Menningarfulltrúi Norðurþing og forstöðumaður Bókasafna Norðuþings óska eftir því við fræðslunefnd að kannaður verði sá möguleiki að bókasafnið á Raufarhöfn fái rými í húsnæði Grunnskóla Raufarhafnar. Fyrirsjáanlegt er að safnið þurfi að flytja úr núverandi húsnæði á næstunni.
Fræðslunefnd tekur vel í erindið og felur skólastjóra að vinna málið áfram með menningarfulltrúa og forstöðumanni Bókasafna Norðurþings.
10.Fjölgun leikskólaplássa á Húsavík.
Málsnúmer 201604068Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd hefur til umræðu framtíðarhorfur í leikskólamálum á Húsavík.
Í dag er Leikskólinn Grænuvellir nánast fullsetinn. Auk þess að vísa til umfjöllunar fræðslunefndar um málið á fundi hennar þann 13. apríl sl. vísar nefndin til áætlunar Byggðastofnunar frá því í nóvember 2012 um áhrif framkvæmda á Bakka á starfa og íbúafjölda á Húsavík. Í skýrslunni kemur fram að gera má ráð fyrir að börnum á leikskólaaldri fjölgi um 40 í kjölfar framkvæmdanna.
Fræðslunefnd telur að nauðsynlegt sé að bæta við tveimur til þremur leikskóladeildum á Húsavík á næsta ári. Það sé því mikilvægt að vinna við uppbyggingu þeirra hefjist sem fyrst. Fjárhagsáætlanagerð fyrir árið 2017 stendur nú yfir og mikilvægt að gert sé ráð fyrir fjölgun leikskóladeilda innan hennar. Til að mæta þessari þörf leggur nefndin til að skoðaðir verði eftirfarandi kostir: Bygging nýs leikskóla, endurbætur á Túni og uppbygging a.m.k. tveggja leikskóladeilda í því húsi sem áfram gæti nýst sem frístundaheimili yngstu nemenda Borgarhólsskóla og félagsmiðstöð unglinga eða kaup á húsnæði sem rúmar leikskóladeild fyrir allt að 20 börn. Fræðslunefnd vísar málinu til umfjöllunar í sveitarstjórn.
Fræðslunefnd telur að nauðsynlegt sé að bæta við tveimur til þremur leikskóladeildum á Húsavík á næsta ári. Það sé því mikilvægt að vinna við uppbyggingu þeirra hefjist sem fyrst. Fjárhagsáætlanagerð fyrir árið 2017 stendur nú yfir og mikilvægt að gert sé ráð fyrir fjölgun leikskóladeilda innan hennar. Til að mæta þessari þörf leggur nefndin til að skoðaðir verði eftirfarandi kostir: Bygging nýs leikskóla, endurbætur á Túni og uppbygging a.m.k. tveggja leikskóladeilda í því húsi sem áfram gæti nýst sem frístundaheimili yngstu nemenda Borgarhólsskóla og félagsmiðstöð unglinga eða kaup á húsnæði sem rúmar leikskóladeild fyrir allt að 20 börn. Fræðslunefnd vísar málinu til umfjöllunar í sveitarstjórn.
Fundi slitið - kl. 16:00.
Hlé var gert á fundi kl. 12:00.
Farið var á Kópasker og leikskóladeild heimsótt.
Brottför frá Kópaskeri kl. 13.00
Fundi fram haldið í Grunnskóla Raufarhafnar kl. 13:45. Skólahúsnæðið skoðað og umræða um lið þrjú hélt áfram og liður fjögur til níu voru teknir fyrir.