Fara í efni

Öxarfjarðarskóli - Ósk um breytingu á skóladagatali 2016-2017

Málsnúmer 201608126

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 5. fundur - 14.09.2016

Fyrir nefndinni liggur ósk skólastjóra Öxarfjarðarskóla um breytingu á skóladagatali. Óskað er eftir eftirfarandi breytingu: Að sameiginlegur starfsdagur, leik- og grunnskóla þann 18. nóvember verði færður til 19. september vegna námskeiðs sem þar verður haldið.
Í framhaldi af þessari breytingu er einnig óskað eftir því að starfsdagur 7. október verði fluttur til 18. nóvember svo ekki verði of stutt á milli starfsdaga í grunnskóladeild.

Nefndin samþykkir breytinguna.