Fara í efni

Fræðslunefnd

12. fundur 08. mars 2017 kl. 13:00 - 15:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir formaður
  • Stefán L Rögnvaldsson aðalmaður
  • Anný Peta Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Jón Höskuldsson Ritari
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir aðalmaður
  • Þórhildur Sigurðardóttir
Fundargerð ritaði: Jón Höskuldsson Fræðslufulltrúi
Dagskrá

1.Erindi vegna húsnæðismála Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Húsavík

Málsnúmer 201612112Vakta málsnúmer

Æskulýðs- og menningarnefnd fer þess á leit við fræðslunefnd að frístund verði fundinn staður innan veggja Borgarhólsskóla frá og með haustönn 2017 svo framarlega sem starfsemin hafi sitt eigið rými innan skólans.
Fræðslunefnd sér það ekki sem vænlegan kost að færa starfssemi frístundar í Borgarhólsskóla þar sem erfitt er að finna starfsseminni eigið rými innan veggja skólans.

2.Fræðslusvið - Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201606163Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar stöðu yfirstandandi fjárhagsárs.
Lagt fram til kynningar.

3.Viðmið um fjölda leikskólabarna á deild samrekinna leik- og grunnskóla

Málsnúmer 201612016Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar erindi Silju Jóhannesdóttur vegna samþykktar íbúafundar í Öxarfjarðarhéraði. Þar var samþykkt að óska eftir því við Norðurþing að breyta viðmiðum um fjölda barna á deild leikskóla til að koma til móts við íbúa á Kópaskeri.
Erindið er nú tekið fyrir á ný eftir að afgreiðslu þess hafði verið frestað á fundi nefndarinnar þann 14. desember sl. Fræðslufulltrúi sat fund með íbúum á Kópaskeri 2. mars þar sem farið var yfir stöðuna. Fundargerð fundarins hefur verið gerð fulltrúum fræðslunefndar aðgengileg. Tvö börn eru á deildinni nú en viðmiðin gera ráð fyrir að lágmarki fjórum börnum á leikskóladeildum sveitarfélagsins 1. maí ár hvert.
Fræðslunefnd synjar erindinu, með atkvæðum Stefáns Leifs, Annýjar Petu, Berglindar Jónu og Þórhildar.

Nefndin bókar jafnframt að verði fjöldi skráninga á leikskóladeildinni á Kópaskeri undir núverandi viðmiðum 1. maí 2017 verði önnur úrræði til dagvistunar leikskólabarna á Kópaskeri skoðuð.

4.Grunnskóli Raufarhafnar 2017 - 2018

Málsnúmer 201703016Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar ráðningu skólastjóra Grunnskólans á Raufarhöfn. Núverandi skólastjóri er ráðinn til 31. júlí.
Fræðslunefnd felur fræðslufulltrúa að auglýsa stöðu skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar.
Anna Birna Einarsdóttir deildarstjóri í Borgarhólsskóla og Björgvin Friðbjarnarson áheyrnarfulltrúi kennara sátu fundinn undir lið eitt.

Fundi slitið - kl. 15:00.