Skólaakstur - Útboð 2017
Málsnúmer 201701063
Vakta málsnúmerFræðslunefnd - 10. fundur - 18.01.2017
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar hvort bjóða eigi út skólaakstur sveitarfélagsins á aðalleiðum. Núverandi samningar renna út í lok þessa skólaárs. Ef bjóða á aksturinn út þarf að skoða hvort breyta þurfi leiðum og/eða fyrirkomulagi. Einnig þarf að huga að því hvort í einhverjum tilfellum eigi að gera breytingar á þeim leiðum þar sem foreldrar sjá um aksturinn.
Stefán Leifur vék af fundi undir þessum lið. Fræðslunefnd felur fræðslufulltrúa að efna til útboðs á skólaakstri á aðalleiðum þar sem samningar eru lausir í lok skólaárs. Um er að ræða skólaakstur úr Reykjahverfi í Borgarhólsskóla, Úr Lóni í Öxarfjarðarskóla og úr Reistarnesi í Öxarfjarðarskóla.
Fræðslunefnd - 13. fundur - 12.04.2017
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar tillögu fræðslufulltrúa að útboðslýsingu vegna útboðs skólaaksturs í Norðurþingi.
Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu.
Fræðslunefnd - 15. fundur - 14.06.2017
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar erindi skólastjóra Öxarfjarðaskóla þar sem óskað er eftir því að leikskólabörnum í Lundi standi til boða að vera ekið til og frá leikskólanum.
Erindinu er hafnað með atkvæðum Berglindar Jónu, Jóns, Sigríðar og Olgu.
Stefán Leifur vill samþykkja erindið.
Stefán Leifur vill samþykkja erindið.