Fræðslunefnd
Dagskrá
Málefni Grænuvalla voru á dagskrá kl. 13.00.
1.Fjölgun leikskólaplássa á Húsavík.
Málsnúmer 201604068Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd hefur áfram til umfjöllunar fjölgun leikskólaplássa á Húsavík. Sveitarfélagið hefur fest kaup á húsnæði við Iðavelli 8 sem leikskólinn Grænuvellir mun nýta sem starfsmannaaðstöðu. Ekki er fyrirliggjandi þörf fyrir nýtingu húsnæðisins eins og er og ákveða þarf hvenær úrræðið skal vera tilbúið og hvort nýta eigi húsnæðið í annað myndist biðtími frá því að húsnæðið er afhent.
Helga Jónsdóttir, starfandi aðstoðarleikskólastjóri, Guðrún Eiríksdóttir leikskólakennari og Signý Valdimarsdóttir fulltrúi foreldra sátu fundinn undir þessum lið. Starfsmenn leikskólans telja að ekki sé þörf fyrir úrræðið fyrr en í fyrsta lagi í haust. Fræðslunefnd leggur til að á meðan ekki er þörf fyrir úrræðið verði húsnæðið leigt út og vísar málinu til framkvæmdanefndar.
2.Umsókn um launað námsleyfi.
Málsnúmer 201701079Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar umsókn Berglindar Hauksdóttir um námsleyfi á launum sbr. grein 10.5.1 í kjarasamningi Félags leikskólakennara og sveitarfélaga. Berglind er leikskólakennari og hyggst hefja nám í sérkennslufræðum við Háskólann á Akureyri næsta haust.
Sigríður Hauksdóttir systir Berglindar vék af fundi undir þessum lið. Fræðslunefnd hafnar erindinu þar sem ekki er svigrúm í fjárhagsáætlun sviðsins vegna ársins 2017. Nefndin leggur til að framvegis verði gert ráð fyrir kostnaði vegna endurmenntunnar starfsmanna sveitarfélagsins í fjárhagsáætlun.
3.Erindi vegna húsnæðismála Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Húsavík
Málsnúmer 201612112Vakta málsnúmer
Byggðarráð tók fyrir erindi frá Rannssóknarsetri HÍ þann 5.janúar 2017 varðandi húsnæðisvanda setursins. Sveitarstjóra var falið að vinna að úrlausn málsins með það fyrir augum að leigja Tún til að hýsa nemendur og starfsmenn Rannsóknarsetursins. Í Túni er nú starfrækt félagsmiðstöð og frístundarheimili og fái Rannsóknarsetur HÍ afnot af húsinu mun það hafa áhrif á núverandi starfsemi í Túni. Fræðslunefnd er ætlað að skoða hvort starfsemi frístundaheimilis megi koma fyrir í Borgarhólsskóla.
Selmdís Þráinsdóttir forstöðumaður frístundaheimilisins í Túni sat fundinn undir þessum lið. Hún benti á að nú væru 37 börn í frístund og gera megi ráð fyrir fjölgun í kjölfar framkvæmda á Bakka. Þá væru nýsamþykkt lög sem krefja sveitarfélög um að bjóða öllum yngri börnum grunnskóla vistun á frístundaheimili. Ekki fylgir löggjöfinni markmið eða leiðir fyrir frístundaheimili. Selmdís sinnir einnig starfi forstöðumanns félagsmiðstöðvar unglinga og telur að samnýting á húsnæði við frístund henti mjög vel þar sem einnig megi samnýta starfsfólk og leiktæki t.d. Málið var einnig á dagskrá æskulýðs- og menningarnefndar þar sem íþrótta- og tómstundafulltrúa var falið að vinna greinargerð um mögulegar breytingar á starfsemi Túns og leggja fyrir fund Æskulýðs- og menningarnefndar í febrúar. Fræðslunefnd felur fræðslufulltrúa að óska eftir því við íþrótta-og tómstundafulltrúa að fá að taka þátt í vinnu við greinargerðina og leggja fyrir febrúarfund fræðslunefndar.
4.Skólaakstur - Útboð 2017
Málsnúmer 201701063Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar hvort bjóða eigi út skólaakstur sveitarfélagsins á aðalleiðum. Núverandi samningar renna út í lok þessa skólaárs. Ef bjóða á aksturinn út þarf að skoða hvort breyta þurfi leiðum og/eða fyrirkomulagi. Einnig þarf að huga að því hvort í einhverjum tilfellum eigi að gera breytingar á þeim leiðum þar sem foreldrar sjá um aksturinn.
Stefán Leifur vék af fundi undir þessum lið. Fræðslunefnd felur fræðslufulltrúa að efna til útboðs á skólaakstri á aðalleiðum þar sem samningar eru lausir í lok skólaárs. Um er að ræða skólaakstur úr Reykjahverfi í Borgarhólsskóla, Úr Lóni í Öxarfjarðarskóla og úr Reistarnesi í Öxarfjarðarskóla.
5.Samningamál kennara og stjórnenda í tónlistarskólum
Málsnúmer 201701025Vakta málsnúmer
Lögð eru fram til kynningar bréf frá Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum vegna kjaraviðræðna við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
6.Grunnskóli Raufarhafnar - Breyting á skóladagatali.
Málsnúmer 201701070Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar ósk Grunnskóla Raufarhafnar um breytingu á skóladagatali. Óskað er eftir því að færa fyrirhugaðan starfsdag 24. janúar til 6. febrúar vegna þátttöku starfsfólks í námskeiði um uppeldisstefnuna Jákvæður agi. Ekki var gert ráð fyrir starfsdegi á leikskólanum á vorönn en þá yrði 6. febrúar starfsdagur þar.
Fræðslunefnd samþykkir breytinguna.
7.Öxarfjarðarskóli - Breyting á skóladagatali.
Málsnúmer 201701073Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar ósk Öxarfjarðarskóla um breytingu á skóladagatali. Óskað er eftir því að færa fyrirhugaðan starfsdag 13. mars til 6. febrúar vegna þátttöku starfsfólks í námskeiði um uppeldisstefnuna Jákvæður agi.
Fræðslunefnd samþykkir breytinguna.
Fundi slitið - kl. 16:00.