Úttekt Mennta- og menningarmálaráðuneytis á starfsemi Borgarhólsskóla
Málsnúmer 201602099
Vakta málsnúmerFræðslunefnd - 1. fundur - 02.03.2016
Fyrir nefndinni liggur skýrsla Námsmatsstofnunar vegna ytra mats Borgarhólsskóla.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir kynnti niðurstöður matsins. Niðurstöðurnar eru nokkuð góðar og skólastjórnendur munu fylgja þeim eftir með umbótaáætlun. Nefndarfólk lýsir yfir óánægju sinni með að skýrslan hafi ekki borist frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu á rafrænu formi. Fræðslufulltrúa er falið að óska eftir rafrænu afriti og stefnt er að því að það verði birt á heimasíðu Borgarhólsskóla.
Fræðslunefnd - 4. fundur - 17.08.2016
Skólastjóri Borgarhólsskóla leggur fram til kynningar umbótaáætlun Borgarhólsskóla vegna úttektar Mennta og menningarmálaráðuneytisins á starfsemi skólans.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri kynnti umbótaáætlunina fyrir fræðslunefnd.
Fjölskylduráð - 11. fundur - 05.11.2018
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla kynnir fyrir fjölskylduráði stöðu umbótaáætlunar vegna eftirfylgni ytri úttektar Mennta- og menningarmálaráðuneytisins á starfsemi Borgarhólsskóla 2016.
Skólastjóri Borgarhólsskóla kynnti stöðu umbótaáætlunarinnar. Fjölskylduráð þakkar kynninguna.
Fjölskylduráð - 74. fundur - 05.10.2020
Mennta- og menningarmálaráðuneytið óskar eftir staðfestingu skólastjóra Borgarhólsskóla og Norðurþings á því að vinnu samkvæmt umbótaáætlun sveitarfélagsins og skólans sé lokið. Auk þess óskar ráðuneytið eftir mati sveitarstjórnar á því hvernig sveitarfélagi og skóla hafi tekist að vinna að umbótum á skólastarfinu í kjölfar úttektarinnar.
Skólastjóri Borgarhólsskóla kynnti stöðu umbótaáætlunar. Vinnu samkvæmt umbótaáætlun er lokið að fráskildum kaflanum um innra mat en unnið er að umbótum samkvæmt honum á yfirstandandi skólaári.
Það er mat fjölskylduráðs Norðurþings að vel hafi tekist til við vinnu á umbótum í skólastarfi Borgarhólsskóla í kjölfar úttektar.
Það er mat fjölskylduráðs Norðurþings að vel hafi tekist til við vinnu á umbótum í skólastarfi Borgarhólsskóla í kjölfar úttektar.