Fara í efni

Fræðslunefnd

4. fundur 17. ágúst 2016 kl. 11:00 - 15:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir formaður
  • Stefán L Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigríður Hauksdóttir varaformaður
  • Anný Peta Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Jón Höskuldsson Ritari
Fundargerð ritaði: Jón Höskuldsson Fræðslufulltrúi
Dagskrá
Málefni Öxarfjarðarskóla tekin fyrir kl. 11.00.
Samstarf Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla tekið fyrir kl. 11.30.
Málefni Grunnskólans á Raufarhöfn tekin fyrir kl. 11.45.
Málefni Tónlistarskólans tekin fyrir kl. 12.15.
Málefni Grænuvalla tekin fyrir kl. 12.45.
Málefni Borgarhólsskóla tekin fyrir 13.30.

1.Öxarfjarðarskóli - Ársskýrsla 2015-2016/Starfsáætlun 2016-2017.

Málsnúmer 201608027Vakta málsnúmer

Skólastjóri Öxarfjarðarskóla leggur fram til kynningar ársskýrslu 2015-2016 og starfsáætlun 2016-2017.
Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri kynnti skýrslurnar fyrir fræðslunefnd.

2.Samstarf Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla 2016-2017

Málsnúmer 201605097Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggja skýrslur skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar og skólastjóra Öxarfjarðarskóla um samstarf skólanna veturinn 2015-2016 og fyrirkomulag samstarfsins veturinn 2016 - 2017.
Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri Öxarfjarðarskóla kynnti skýrslurnar fyrir fræðslunefnd.

3.Grunnskóli Raufarhafnar - Ársskýrsla 2015-2016/Starfsáætlun 2016-2017.

Málsnúmer 201608026Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

4.Tónlistarskólinn - Ársskýrsla 2015-2016/Starfsáætlun 2016-2017.

Málsnúmer 201608024Vakta málsnúmer

Skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur leggur fram til kynningar ársskýrslu 2015-2016 og starfsáætlun 2016-2017.
Árni Sigurbjarnason skólastjóri kynnti skýrslurnar fyrir fræðslunefnd.

5.Ársskýrsla 2015-2016/starfsáætlun 2016-2017 - Grænuvellir

Málsnúmer 201606160Vakta málsnúmer

Leikskólastjóri Grænuvalla leggur fram til kynningar ársskýrslu 2015-2016 og starfsáætlun 2016-2017.
Sigríður Valdís leikskólastjóri kynnti skýrslurnar fyrir fræðslunefnd.

6.Fjölgun leikskólaplássa á Húsavík.

Málsnúmer 201604068Vakta málsnúmer

Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdaaðilum á Bakka má gera ráð fyrir fjölgun barna á leikskólaaldri í síðasta lagi í byrjun árs 2018. Leikskólapláss á Grænuvöllum eru nú nánast fullnýtt. Fræðslunefnd þarf því að skoða þær leiðir sem koma til greina til fjölgunar leikskólaplássa og tryggja að ákvörðun verði tekin sem fyrst um hvaða leið skuli farin.
Fræðslufulltrúi afhendir nefndarfólki útprentað eintak af samantekt um leiðir varðandi vistun barna frá lokum fæðingarorlofs sem jafnframt sýnir hvernig mætti koma til móts við fjölgun barna. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 13. apríl sl.
Fulltrúar í Fræðslunefnd skoða þær leiðir sem koma til greina til fjölgunar leikskólaplássa. Fræðslunefnd felur jafnframt fræðslufulltrúa að kanna hvort hægt sé að gera greiningu á fjölgun íbúa á leik- og grunnskólaaldri og skoða hvort forsendur eru fyrir því að mynda starfshóp sem fylgir málinu sérstaklega eftir. Málið verður aftur á dagskrá á fundi nefndarinnar í september.

7.Borgarhólsskóli - Ársskýrsla 2015-2016/Starfsáætlun 2016-2017.

Málsnúmer 201608028Vakta málsnúmer

Skólastjóri Borgarhólsskóla leggur fram til kynningar starfsáætlun 2016-2017.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri kynnti starfsáætlun fyrir fræðslunefnd. Kynningu ársskýrslu er frestað til næsta fundar.

8.Úttekt Mennta- og menningarmálaráðuneytis á starfsemi Borgarhólsskóla

Málsnúmer 201602099Vakta málsnúmer

Skólastjóri Borgarhólsskóla leggur fram til kynningar umbótaáætlun Borgarhólsskóla vegna úttektar Mennta og menningarmálaráðuneytisins á starfsemi skólans.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri kynnti umbótaáætlunina fyrir fræðslunefnd.

9.Trúnaðarmál - Fræðslunefnd

Málsnúmer 201605076Vakta málsnúmer

Fært í trúnaðarmálabók.

10.Hvatningarbréf frá Velferðarvaktinni.

Málsnúmer 201608030Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar hvatningarbréf Velferðarvaktarinnar þar sem hvatt er til þess að leggja af kostnaðarþátttöku foreldra í ritfangakaupum eða halda henni í lágmarki. Vísað er til erindis frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem nefndin hafði til umfjöllunar á fundi sínum 3. maí sl. þar sem óskað er eftir því að nefndin kanni hvernig kröfum grunnskóla sveitarfélagsins er háttað varðandi ritfangakaup nemenda.
Jafnframt því að vísa til bókunar sinnar vegna erindis Sambands íslenskra sveitarfélaga á fundi sínum þann 11. maí sl. felur fræðslunefnd fræðslufulltrúa að óska eftir því við skólastjórnendur að kanna hvaða kostnaðarauka það hafi í för með sér fyrir skólana ef kostnaðarþátttaka foreldra í ritfangakaupum yrði lögð af. Einnig að kanna hvort innkaupalista sé hægt að samræma hjá skólum sveitarfélagsins og huga betur að því hvaða gögn skólinn útvegi nemendum.

11.Samningur um vistun leikskólanemenda úr Tjörneshreppi.

Málsnúmer 201606027Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur samningur Norðuþings og Tjörneshrepps um vistun leikskólanemenda úr Tjörneshreppi í leikskólum Norðurþings.
Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti samninginn.

12.Fjárhagsstaða fræðslusviðs janúar-júlí 2016

Málsnúmer 201606026Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar fjárhagsstaða fræðslusviðs tímabilið janúar til júlí.
Fjárhagsstaða fræðslusviðs er samkvæmt áætlun.

Fundi slitið - kl. 15:00.