Málefni Húsavíkurstofu 2016
Málsnúmer 201603021
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 168. fundur - 03.03.2016
Sveitarstjóri lagði fram minnisblað um starfsemi Húsavíkurstofu og aðkomu Norðurþings að stofunni.
Byggðarráð Norðurþings - 170. fundur - 21.03.2016
Fyrir byggðarráði liggur tillaga frá Húsavíkurstofu um þjónustusamning milli Húsavíkurstofu og Norðurþings.
Lagt fram til kynningar
Byggðarráð Norðurþings - 171. fundur - 31.03.2016
Á fund byggðarráðs kom Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóri og kynnti stöðu viðræðna við Húsavíkurstofu um hlutverk stofunnar fyrir sveitarfélagið
Byggðarráð telur mikilvægt að ríkisvaldið, ferðamálastofa og ferðaþjónustuaðilar marki sér stefnu um rekstur upplýsingamiðstöðva. Norðurþing hyggst draga sig út úr rekstri upplýsingamiðstöðvar. Jafnframt telur byggðarráð mikilvægt að stjórn Húsavíkurstofu marki sér stefnu um framtíð sína. Norðurþing mun leggja áherslu á sterka innviði fyrir ferðamenn sem snúa að sveitarfélaginu.