Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

168. fundur 03. mars 2016 kl. 16:00 - 18:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
  • Soffía Helgadóttir 3. varamaður
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson Fjármálastjóri - Staðgengill sveitarstjóra
Dagskrá

1.Félag eldri borgara Raufarhöfn - styrkbeiðni

Málsnúmer 201603006Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Félagi eldri borgara á Raufarhöfn um styrk til endurbyggingar á Ásgötu 1 á Raufarhöfn
Byggðarráð samþykkir að styrkja félagið um kr. 100.000,-

2.Ósk um styrk til Félags eldri borgara við Öxarfjörð

Málsnúmer 201603015Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Félagi eldri borgara við Öxarfjörð um styrk til starfsins
Byggðarráð samþykkir að styrkja félagið um kr. 100.000,-

3.Skógræktarfélagið - erindi frá Yrkjusjóði

Málsnúmer 201602138Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Yrkjusjóði þar sem óskað er eftir stuðningi til sjóðsins
Byggðarráð samþykkir að synja erindinu

4.Björgunarsveitin Pólstjarnan - ósk um styrk

Málsnúmer 201602137Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá Björgunarsveitinni Pólstjörnunni um styrk
Byggðarráð samþykkir að styrkja félagið um kr. 170.000,-

5.Ósk um rekstrarstyrk fyrir árið 2016

Málsnúmer 201511074Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá Björgunarsveitinni Núpum um styrk. Erindið var tekið fyrir í bæjarráði 19. nóvember 2015 og vísað til fjárhagsáætlunar.
Byggðarráð samþykkir að styrkja félagið um kr. 280.000,-

6.Málefni Húsavíkurstofu 2016

Málsnúmer 201603021Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri lagði fram minnisblað um starfsemi Húsavíkurstofu og aðkomu Norðurþings að stofunni.

7.Fundargerðir Eyþings 2016

Málsnúmer 201603019Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir frá 277. fundi stjórnar Eyþings, fimmta fundi Fulltrúaráðs Eyþings og fundargerð frá sameiginlegum fundi stjórna Eyþings og SSA með þingmönnum NA
Fundargerðirnar eru lagðar fram

Byggðarráð lýsir ánægju með samstarfsverkefni um bætta nýtingu orkuauðlinda og leggur áherslu á að verkefnisstjórinn verði staðsettur í Þingeyjarsýslu, nálægt upptökum orkuauðlindanna.

8.Boðun 30. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201603014Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði lggur boð á 30. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar

9.Húsnæðismál í Norðurþingi

Málsnúmer 201602125Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir vinnu nefndar um húsnæðismál í Norðurþingi

10.Skipurit Norðurþings

Málsnúmer 201602126Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að skipuriti fyrir Norðurþing
Byggðarráð samþykkir framlagt skipurit

11.Mannauðsmál hjá Norðurþingi

Málsnúmer 201603017Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri kynnti breytingar á starfsmannahaldi í félagsþjónustunni vegna veikinda starfsmanns sem útheimta kostnaðarauka á sviðinu.

12.Fjármál 2016

Málsnúmer 201603018Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur verkefnalisti vegna reksturs 2016
Fjármálastjóri fór yfir stöðu verkefnanna

13.Fjárhagsupplýsingar 2015

Málsnúmer 201602058Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri fór yfir drög að uppgjörum sviða fyrir árið 2015

Fundi slitið - kl. 18:45.