Húsnæðismál í Norðurþingi
Málsnúmer 201602125
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 167. fundur - 26.02.2016
Byggðarráð felur sveitarstjóra að stofna vinnuhóp um húsnæðismál á Húsavík í tengslum við nauðsynlega uppbyggingu húsnæðis á staðnum. Hópnum er ætlað að vinna þarfagreiningu og móta stefnu um húsnæðismál sem lögð verður fyrir byggðarráðsfundi næstu vikna.
Byggðarráð Norðurþings - 168. fundur - 03.03.2016
Sveitarstjóri fór yfir vinnu nefndar um húsnæðismál í Norðurþingi
Byggðarráð Norðurþings - 170. fundur - 21.03.2016
Verkefnahópur um húsnæðismál hefur fundað reglulega undanfarnar vikur. Sveitarstjóri fór yfir vinnu hópsins og stöðu mála.
Stefnt er að því að skila greinagerð um húsnæðismál í apríl
Byggðarráð Norðurþings - 175. fundur - 03.05.2016
Kristján fór yfir vinnu húsnæðisnefndar og drög að skýrslu sem Alta hefur skilað. Málið verður kynnt á næsta fundi skipulags- og umhverfisnefndar.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 3. fundur - 10.05.2016
Kristján Þór Magnússon, Gunnlaugur Aðalbjarnarson og Snæbjörn Sigurðarson mættu til fundarins. Kristján kynnti drög að skýrslu Alta um húsnæðismál á Húsavík. Skýrslan er hugsuð sem innlegg í mótun húsnæðisstefnu sveitarfélagsins.
Í stuttu máli er það niðurstaða greiningarinnar að bæta þyrfti við allt að 120 íbúðum á Húsavík vegna þeirra starfa sem til verða í verksmiðju PCC BakkiSilicon og afleiddra starfa. Þar fyrir utan er vöxtur í öðrum atvinnugreinum. Bornar eru saman íbúðastærðir á Húsavík og á höfuðborgarsvæðinu. Sá samanburður bendir til þess að helst vanti minni íbúðir á Húsavík, allt að 110 m². Á hinn bóginn sé nokkur yfirmettun í stærri einbýlishúsum.
Í stuttu máli er það niðurstaða greiningarinnar að bæta þyrfti við allt að 120 íbúðum á Húsavík vegna þeirra starfa sem til verða í verksmiðju PCC BakkiSilicon og afleiddra starfa. Þar fyrir utan er vöxtur í öðrum atvinnugreinum. Bornar eru saman íbúðastærðir á Húsavík og á höfuðborgarsvæðinu. Sá samanburður bendir til þess að helst vanti minni íbúðir á Húsavík, allt að 110 m². Á hinn bóginn sé nokkur yfirmettun í stærri einbýlishúsum.
Skipulags- og umhverfisnefnd ræddi skýrsludrögin. Horft verði til þess í deiliskipulagningu næstu íbúðarsvæða að aukin áhersla verði lögð á uppbyggingu smærri íbúðaeininga og þéttingu byggðar.
Byggðarráð Norðurþings - 179. fundur - 09.06.2016
Fyrir byggðarráði liggja tillögur að forgangsröðun og áherslum við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Húsavík
Lagt fram til kynningar
Framkvæmdanefnd - 5. fundur - 15.06.2016
Sveitarstjóri kynnir skýrslu vinnuhóps um húsnæðismál á Húsavík.
Sveitarstjóri kynnti lauslega skýrslu vinnuhóps um húsnæðismál.
Til stendur að halda opinn íbúafund um málið, fimmtudaginn 16. júní. Nefndarmenn eru hvattir til að sækja fundinn.
Til stendur að halda opinn íbúafund um málið, fimmtudaginn 16. júní. Nefndarmenn eru hvattir til að sækja fundinn.
Byggðarráð Norðurþings - 185. fundur - 18.08.2016
Byggðarráð ræddi ýmsar hugmyndir um útfærslu á leigufélagi.
Byggðarráð Norðurþings - 186. fundur - 25.08.2016
Fyrir byggðarráði liggur greinargerð frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um áhrif nýrra húsnæðislaga á sveitarfélög
Lagt fram til kynningar
Byggðarráð Norðurþings - 187. fundur - 01.09.2016
Rædd voru húsnæðismál í Norðurþingi
Byggðarráð Norðurþings - 190. fundur - 29.09.2016
Sveitarstjóra er falið að leggja fram tillögu um breytingu á húsaleigu íbúðarhúsnæðis í eigu sveitarfélagsins til að standa undir rekstrarkostnaði eignanna.
Byggðarráð Norðurþings - 191. fundur - 06.10.2016
Sveitarstjóri fór yfir stöðu varðandi húsnæðismál á Húsavík