Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Óskað er eftir samþykki fyrir afmörkun lóðar nr. 154.181 og útskipti hennar úr Klifshaga I
Málsnúmer 201608034Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur eftirfarandi bókun frá 6. fundi skipulags- og umhverfisnefndar: "Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við byggðaráð að afmörkun lóðarinnar og útskipti hennar úr jörðinni Klifshafa 1 verði samþykkt. Nefndin samþykkir einnig heitið Tunguás á lóðina."
Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar.
2.Hafnanefnd - 5
Málsnúmer 1608008Vakta málsnúmer
Fundargerðin er staðfest.
3.Framkvæmdanefnd - 7
Málsnúmer 1608006Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 7. fundar framvæmdarnefndar
Fundargerðin er staðfest.
4.Fræðslunefnd - 4
Málsnúmer 1608004Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 4. fundar fræðslunefndar
Fundargerðin er staðfest.
5.Æskulýðs- og menningarnefnd - 3
Málsnúmer 1608003Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 3. fundar æskulýðs- og menningarnefndar
Undir lið 3 í fundargerðinni "Mærudagar 2016" bókar byggðarráð eftirfarandi:
Byggðarráð tekur undir ákvörðun æskulýðs- og menningarnefndar að leggja fram kæru vegna ákvörðunar um að innheimta löggæslukostnað vegna Mærudaga.
Fundargerðin er staðfest.
Byggðarráð tekur undir ákvörðun æskulýðs- og menningarnefndar að leggja fram kæru vegna ákvörðunar um að innheimta löggæslukostnað vegna Mærudaga.
Fundargerðin er staðfest.
6.Skipulags- og umhverfisnefnd - 6
Málsnúmer 1608007Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 6. fundar skipulags- og umhverfisnefndar
Undir lið 1 í fundargerðinni "Uppbygging íbúðahverfis á Húsavík" bókar byggðarráð eftirfarandi:
Sveitarstjóra er falið að koma afstöðu Norðurþings á framfæri við PCC RS.
Fundargerðin er staðfest.
Sveitarstjóra er falið að koma afstöðu Norðurþings á framfæri við PCC RS.
Fundargerðin er staðfest.
7.Húsnæðismál í Norðurþingi
Málsnúmer 201602125Vakta málsnúmer
Byggðarráð ræddi ýmsar hugmyndir um útfærslu á leigufélagi.
8.Grundargarður 15-301 Sala
Málsnúmer 201608010Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur tilboð í Grundargarð 15 íbúð 301
Tilboðinu er hafnað en fjármálastjóra falið að gera gagntilboð.
9.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögurra ára og tilnefningar á aðalfundi 2014-2018
Málsnúmer 201406045Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur tillaga um eftirfarandi breytingu í fræðslunefnd Norðurþings: Í stað Erlu Daggar Ásgeirsdóttur sem kjörinn var aðalmaður, komi Berglind Jóna Þorláksdóttir.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
10.Vindorka í Norðurþingi
Málsnúmer 201608038Vakta málsnúmer
Fyrir byggarráði liggur erindi frá Gerði B Pálmadóttur, EAB Ný Orku, þar sem óskað er eftir afstöðu til áframhaldandi samstarfs um könnun á nýtingu vindorku við Húsavíkurfjall.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera minnisblað um verkefnið og leggja fyrir byggðarráð aftur.
11.Ósk um lóðarstækkun að Höfðavegi 8
Málsnúmer 201608039Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur eftirfarandi bókun frá 6. fundi skipulags- og umhverfisnefndar: "Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við byggðaráð að lóðin verði stækkuð til samræmis við óskir lóðarhafa."
Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar.
12.Umsókn um tvær lóðir á Húsavíkurhöfða Vitaslóð 1 og Vitaslóð 2
Málsnúmer 201607233Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur eftirfarandi bókun frá 6. fundi skipulags- og umhverfisnefndar: "Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við byggðarráð að Sjóböðum ehf verði úthlutað lóðunum."
Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar.
13.Deiliskipulag í Reitnum
Málsnúmer 201510034Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur eftirfarandi bókun frá 6. fundi skipulags- og umhverfisnefndar: "Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að byggingarskilmálum fyrir Ásgarðsveg 25: "Skipulagið miðar að því að mögulegt verði að byggja bílgeymslu vestan núverandi húss, en einnig er skilgreindur aukinn byggingaréttur til norðurs og suðurs. Ekki er heimilt að byggja hærra á lóðinni en þegar er orðið. Heimilað nýtingarhlutfall er 0,3". Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við byggðaráð, í umboði sveitarstjórnar, að byggingarskilmálar skv. tillögunni verði felldir inn í greinargerð deiliskipulagsins og að gildistaka þess verði auglýst."
Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar.
14.Deiliskipulag iðnaðarsvæðis við Kaldbak
Málsnúmer 201505018Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur eftirfarandi bókun frá 6. fundi skipulags- og umhverfisnefndar: "Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að lagfæringum skipulagsuppdráttar skv. athugasemdum Skipulagsstofnunar. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við byggðaráð, í umboði sveitarstjórnar, að deiliskipulagsuppdrátturinn verði samþykktur með þeim leiðréttingum sem á honum hafa verið gerðir."
Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar.
15.Gentle Giants-Hvalaferðir ehf óska eftir viðræðum við Norðurþing um kaup á Flókahúsi
Málsnúmer 201608074Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Gentle Giants-Hvalaferðum ehf. þar sem óskað er eftir viðræðum við Norðurþing um kaup á Flókahúsi.
Byggðarráð vísar erindinu til framkvæmdanefndar til umfjöllunar.
16.Hlutafjáraukning Fjallalambs
Málsnúmer 201608044Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Fjallalambi hf. þar sem Norðurþingi er boðið að taka þátt í hlutafjáraukningu í félaginu.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með forsvarsmönnum félagsins um reksturinn.
17.Stofnfjáraukning í Sparisjóði Suður-Þingeyinga
Málsnúmer 201608043Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Sparisjóði Suður-Þingeyinga þar sem óskað er eftir þátttöku Norðurþings í stofnfjáraukningu sjóðsins.
Byggðarráð samþykkir að ræða við stjórn sjóðsins og önnur sveitarfélög um málið.
Fundi slitið - kl. 18:50.