Hlutafjáraukning Fjallalambs
Málsnúmer 201608044
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 185. fundur - 18.08.2016
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Fjallalambi hf. þar sem Norðurþingi er boðið að taka þátt í hlutafjáraukningu í félaginu.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með forsvarsmönnum félagsins um reksturinn.
Byggðarráð Norðurþings - 186. fundur - 25.08.2016
Á fund byggðarráðs mættu Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs hf. og Benedikt Kristjánsson formaður stjórnar félagsins.
Gestum er þökkuð koman og greinagóðar upplýsingar, málinu frestað til næstu viku
Byggðarráð Norðurþings - 187. fundur - 01.09.2016
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Fjallalambi hf. þar sem óskað er eftir svari við því hvort Norðurþing ætli að nýta forkaupsrétt sinn að hlutafjáraukningu í félaginu. Á síðasta byggðarráðsfundi mættu framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Fjallalambs hf. og fóru yfir rekstur og áætlanir félagsins.
Byggðarráð samþykkir að nýta forkaupsrétt sinn að hlutafé í félaginu.