Tilnefning Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO
Málsnúmer 201606065
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 180. fundur - 16.06.2016
Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem Norðurþingi er boðið að taka þátt í samráði um undirbúning tilnefningar Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO og jafnframt er óskað eftir sjónarmiðum sveitarstjórnar til þess að Vatnajökulsþjóðgarður verði tilnefndur á heimsminjaskrá UNESCO
Byggðarráð lýsir yfir stuðningi við tilnefningu Vatnajökulsþjóðsgarðs á heimsminjaskrá UNESCO. Byggðaráð leggur í því samhengi mikla áherslu á að nýtt verði þau tækifæri sem af þessu hljótast til að stuðla að dreifingu ferðafólks/gesta þjóðgarðsins. Þannig verði Jökulsá á Fjöllum, Jökulsárgljúfur og Ásbyrgi skilgreind sem hluti þeirra heildarmyndar sem óskað verði tilnefningar á heimsminjaskrá UNESCO.