Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Brotthættar byggðir - staða og framtíð verkefnisins.
Málsnúmer 201606090Vakta málsnúmer
Á fundinn mæta Silja Jóhannesdóttir og Kristján Þ. Halldórsson frá Brothættum byggðum og Reinhard Reynisson frá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga.
Frá Brothættum byggðum mætti Kristján Þ. Halldórsson til fundarins. Silja Jóhannesdóttir var í síma frá Raufarhöfn. Einnig sat Reinhard Reynisson frá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga fundinn undir þessum lið. Kristján og Silja fóru yfir stöðu og markmið verkefnisins og hver næstu skref munu verða. Norðurþing mun taka við stjórn verkefnisins af Byggðastofnun á þessu ári en Byggðastofnun mun áfram verða þátttakandi í verkefninu.
2.Heimsókn Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga
Málsnúmer 201606011Vakta málsnúmer
Á fundinn mætir Reinhard Reynisson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga.
Til fundarins mætti Reinhard Reynisson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga. Hann fór yfir hlutverk og uppbyggingu félagsins og hver helstu verkefni þess eru.
3.Rammasamningur um uppbyggingu reits E í Holtahverfi á Húsavík milli Norðurþings og Orkuveitu Húsavíkur og PCC Seaview Residences ehf
Málsnúmer 201606096Vakta málsnúmer
Sveitarstjóri auk lögmanns sveitarfélagsins munu kynna drög að samningstilboði/rammasamningi um uppbyggingu reits E í Holtahverfi. Lagt fram til kynningar.
Garðar Garðarsson lögmaður Norðurþings ásamt sveitarstjóra fóru yfir fyrirliggjandi drög að samningstilboði/rammasamningi um uppbyggingu reits E í Holtahverfi. Sveitarstjóra ásamt lögmanni falið að ganga frá ofangreindu samningstilboði byggðu á fyrirliggjandi drögum.
4.Tilnefning Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO
Málsnúmer 201606065Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem Norðurþingi er boðið að taka þátt í samráði um undirbúning tilnefningar Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO og jafnframt er óskað eftir sjónarmiðum sveitarstjórnar til þess að Vatnajökulsþjóðgarður verði tilnefndur á heimsminjaskrá UNESCO
Byggðarráð lýsir yfir stuðningi við tilnefningu Vatnajökulsþjóðsgarðs á heimsminjaskrá UNESCO. Byggðaráð leggur í því samhengi mikla áherslu á að nýtt verði þau tækifæri sem af þessu hljótast til að stuðla að dreifingu ferðafólks/gesta þjóðgarðsins. Þannig verði Jökulsá á Fjöllum, Jökulsárgljúfur og Ásbyrgi skilgreind sem hluti þeirra heildarmyndar sem óskað verði tilnefningar á heimsminjaskrá UNESCO.
5.Varasjóður húsnæðismála - tilkynning
Málsnúmer 201606066Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Varasjóði húsnæðismála um umsóknir í sjóðinn 2016
Sveitarstjóra er falið að leggja fram umsókn í sjóðinn.
6.S.R. lóð á Raufarhöfn - staða og næstu skref
Málsnúmer 201606091Vakta málsnúmer
Sveitarstjóri fer yfir stöðu mála og næstu skref.
Sveitarstjóri fór yfir hver staða mála er varðandi S.R. lóð Norðurþings á Raufarhöfn.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að lausn mála.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að lausn mála.
7.Samþykkt kjörskrár vegna forsetakosninga
Málsnúmer 201606075Vakta málsnúmer
Fyrir fundinum liggur kjörskrá vegna forsetakosninga þann 25. júní nk.
Í 22. gr. laga um kosningar til Alþingis, sem einnig gilda um framkvæmd og undibúning forsetakosninga, segir:
Þegar boðað hefur verið til almennra alþingiskosninga skulu sveitarstjórnir gera kjörskrár á grundvelli kjörskrárstofna sem Þjóðskrá Íslands lætur þeim í té.
Þegar sveitarstjórn hefur lokið yfirferð sinni um kjörskrárstofninn og samningu kjörskrár er þar með lokið, skal hún undirrituð af oddvita sveitarstjórnar eða framkvæmdastjóra sveitarfélags skv. 2. mgr. 24. gr. kosningalaga og lögð fram. Nægilegt er að staðfest endurrit sé lagt fram, sbr. 3. mgr. 26. gr. laganna.
Í 22. gr. laga um kosningar til Alþingis, sem einnig gilda um framkvæmd og undibúning forsetakosninga, segir:
Þegar boðað hefur verið til almennra alþingiskosninga skulu sveitarstjórnir gera kjörskrár á grundvelli kjörskrárstofna sem Þjóðskrá Íslands lætur þeim í té.
Þegar sveitarstjórn hefur lokið yfirferð sinni um kjörskrárstofninn og samningu kjörskrár er þar með lokið, skal hún undirrituð af oddvita sveitarstjórnar eða framkvæmdastjóra sveitarfélags skv. 2. mgr. 24. gr. kosningalaga og lögð fram. Nægilegt er að staðfest endurrit sé lagt fram, sbr. 3. mgr. 26. gr. laganna.
Lagt fram til kynningar.
8.Aðalfundur Rifóss 2016
Málsnúmer 201606082Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundarboð á aðalfund Rifóss hf. sem haldinn verður mánudaginn 27. júní 2016.
Byggðarráð samþykkir að Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri fari með umboð Norðurþings á aðalfundi.
9.Fundargerð 840.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 201606084Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 840. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerðin er lögð fram.
10.Beiðni um umsögn - endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000
Málsnúmer 201606086Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Umhverfis og auðlindaráðuneytinu þar sem óskað er eftir tillögum eða ábendingum um breytingar sem gera þarf á lögum nr 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum
Lagt fram.
11.Málstofa um nýsköpun í orkuiðnaði
Málsnúmer 201606094Vakta málsnúmer
Í kjölfarið á stofnun samstarfsverkefnins Eims efna Landsvirkjun, Nýsköpunarmiðstöðin, KPMG, Íslenski jarðvarmaklasinn og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga til málstofu um nýsköpun í orkuiðnaði. Fundurinn fer fram mánudaginn 20. júní kl 15 í sal stéttarfélaganna og verður öllum opinn.
Byggðarráð hvetur áhugasama íbúa til að sækja málstofuna.
Fundi slitið - kl. 15:00.