Brotthættar byggðir - staða og framtíð verkefnisins.
Málsnúmer 201606090
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 180. fundur - 16.06.2016
Á fundinn mæta Silja Jóhannesdóttir og Kristján Þ. Halldórsson frá Brothættum byggðum og Reinhard Reynisson frá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga.
Frá Brothættum byggðum mætti Kristján Þ. Halldórsson til fundarins. Silja Jóhannesdóttir var í síma frá Raufarhöfn. Einnig sat Reinhard Reynisson frá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga fundinn undir þessum lið. Kristján og Silja fóru yfir stöðu og markmið verkefnisins og hver næstu skref munu verða. Norðurþing mun taka við stjórn verkefnisins af Byggðastofnun á þessu ári en Byggðastofnun mun áfram verða þátttakandi í verkefninu.