Bréf frá FEB:Uppsögn húsnæðis í Snælandi
Málsnúmer 201606112
Vakta málsnúmerFélagsmálanefnd - 5. fundur - 04.08.2016
Þann 24. nóvember 2015 var undirritaður samningur milli Félagsþjónustu Norðurþings og Félags eldri borgara á Húsvík og nágrennis (Feb), þess efnis að Norðurþing styrki starfsemi Feb með þeim hætti að útvega félaginu húsnæði og greiði af því leigu. Feb hefur nú fest kaup á eigin húsnæði og segir upp samningi við Félagsþjónustuna með 6 mánaða fyrirvara þann 22. júní 2016.
Í stað þess að sveitarfélagið segi upp húsaleigu í Snælandi er ákveðið að starfsemi Miðjunnar verði flutt þangað nk. áramót. Nú þegar hefur húsaleigu að Garðarsbraut 50 verið sagt upp þar sem Miðjan er nú til húsa.