Félagsmálanefnd
Dagskrá
1.Félagsþjónusta fjárhagsáætlun 2016
Málsnúmer 201607305Vakta málsnúmer
Fjármálastjóri fer yfir rekstraryfirlit félagsþjónustunnar fyrir tímabilið janúar-júlí 2016.
Félagsmálanefnd felur félagsmálastjóra að boða forstöðumenn sviðsins á næsta fund nefndarinnar.
2.Bréf frá FEB:Uppsögn húsnæðis í Snælandi
Málsnúmer 201606112Vakta málsnúmer
Þann 24. nóvember 2015 var undirritaður samningur milli Félagsþjónustu Norðurþings og Félags eldri borgara á Húsvík og nágrennis (Feb), þess efnis að Norðurþing styrki starfsemi Feb með þeim hætti að útvega félaginu húsnæði og greiði af því leigu. Feb hefur nú fest kaup á eigin húsnæði og segir upp samningi við Félagsþjónustuna með 6 mánaða fyrirvara þann 22. júní 2016.
Í stað þess að sveitarfélagið segi upp húsaleigu í Snælandi er ákveðið að starfsemi Miðjunnar verði flutt þangað nk. áramót. Nú þegar hefur húsaleigu að Garðarsbraut 50 verið sagt upp þar sem Miðjan er nú til húsa.
3.Starfsmannastefna Norðurþings
Málsnúmer 201606030Vakta málsnúmer
Fyrir félagsmálanefnd liggur starfsmannastefna Norðurþings.
Félagsmálastjóri kynnir starfsmannastefnu Norðurþings.
4.Jafnréttis-og framkvæmdaáætlun Norðurþings 2014-2018
Málsnúmer 201607309Vakta málsnúmer
Samkvæmt jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Norðurþings 2014-2018 skal gera könnun á hlutfalli kynja í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings, í júlí 2016 og koma ábendingum um úrbætur til sveitarstjórnar.
Heildarmyndin er góð og vonast nefndin til að markvisst verði dregið úr kynjahalla í nefndum sveitarfélagsins í samræmi við ákvæði um skipan í nefndir, stjórnir og ráð í jafnréttisstefnu sveitarfélagsins.
5.Félagslegar íbúðir
Málsnúmer 201607156Vakta málsnúmer
Fyrir félagsmálanefnd liggur beiðni um undanþágu frá skilyrðum 3. gr. reglna um félagslegar leiguíbúðir hjá Norðurþingi varðandi tekjuviðmið og stigafjölda á matskvarða.
Nefndin samþykkir undanþágubeiðni og felur félagsmálastjóra að vinna málið áfram.
6.Landsfundur jafnréttisnefnda 2016
Málsnúmer 201607192Vakta málsnúmer
Næsti landsfundur jafnréttisnefnda 2016 mun fara fram á Akureyri þann 16. september nk. þann 15. september mun Jafnréttisstofa halda ráðstefnu einnig á Akureyri í tilefni 40 ára afmælis jafnréttislaganna.
Nefndin stefnir á að senda fulltrúa á fundinn og ráðstefnuna.
7.Varðar uppbyggingu á félagslegu húsnæði
Málsnúmer 201607194Vakta málsnúmer
Fyrir félagsmálanefnd liggur bréf frá Framsýn stéttarfélagi Þingeyinga til Alþýðusambands Íslands er varðar uppbyggingu á félagslegu húsnæði.
Bréfið lagt fram til kynningar. Nefndin fagnar frumkvæði Framsýnar varðandi uppbyggingu á félagslegu húsnæði.
8.Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar 764. mál, tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016-2019
Málsnúmer 201606118Vakta málsnúmer
Tekin var fyrir frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis
tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016-2019, 764. mál.
tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016-2019, 764. mál.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 15:00.