Tónlistarskóli Húsavíkur - Fjárhagsáætlun 2017
Málsnúmer 201607097
Vakta málsnúmerFræðslunefnd - 6. fundur - 21.09.2016
Nefndin hefur til umfjöllunar launalið fjárhagsáætlunar 2017 hjá Tónlistarskóla Húsavíkur.
Fræðslufulltrúi gerði grein fyrir yfirstandandi vinnu við launalið fjárhagsáætlunar. Frekari umræða um fjárhagsáætlun skólans fer fram á fundi nefndarinnar í október.
Fræðslunefnd - 19. fundur - 25.10.2017
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar stöðu fjárhagsáætlunar Tónlistarskóla Húsavíkur 2017.
Gera má ráð fyrir að Tónlistarskólinn fari um tvær milljónir fram úr áætlun vegna hækkunar launa umfram það sem áætlað var. Núverandi kjarasamningur tónlistarskólakennara var samþykktur eftir að fjárhagsáætlun Tónlistarskólans var samþykkt.
Heildarskipulag íþrótta-, æskulýðs- og menningarstarfa með börnum rætt. Árni tónlistarskólastjóri óskar eftir auknu samstarfi þeirra aðila sem að þessu starfi koma varðandi skipulagningu á þeim tíma þar sem starfið fer fram. Fræðslunefnd felur fræðslufulltrúa að óska eftir samstarfi við tómstunda- og æskulýðsfulltrúa um málið.
Heildarskipulag íþrótta-, æskulýðs- og menningarstarfa með börnum rætt. Árni tónlistarskólastjóri óskar eftir auknu samstarfi þeirra aðila sem að þessu starfi koma varðandi skipulagningu á þeim tíma þar sem starfið fer fram. Fræðslunefnd felur fræðslufulltrúa að óska eftir samstarfi við tómstunda- og æskulýðsfulltrúa um málið.