Fræðslunefnd
Dagskrá
1.Fræðslusvið - Fjárhagsáætlun 2017
Málsnúmer 201606163Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar fjárhagsramma fræðslusviðs vegna fjárhagsáætlunar 2017 sem Byggðarráð samþykkti á fundi sínum 8. september sl.
Fjárhagsramminn er 986.482.000. en gera má ráð fyrir að um 815.000.000 fari í laun og launatengd gjöld og því fari um 171.000.000 í rekstrarkostnað. Frekari skipting rammans milli stofnana fræðslusviðs verður kynnt á fundi nefndarinnar í október.
2.Skjalavarsla í grunnskólum Norðurþings
Málsnúmer 201608107Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar erindi Snorra G. Sigurðssonar, héraðsskjalavarðar um skjalavörslu í grunnskólum.
Fræðslufulltrúa er falið að fylgja málinu eftir í samstarfi við skólastjórnendur Borgarhólsskóla.
3.Borgarhólsskóli - Fjárhagsáætlun 2017
Málsnúmer 201606129Vakta málsnúmer
Nefndin hefur til umfjöllunar launalið fjárhagsáætlunar 2017 hjá Borgarhólsskóla.
Fræðslufulltrúi gerði grein fyrir yfirstandandi vinnu við launalið fjárhagsáætlunar. Frekari umræða um fjárhagsáætlun skólans fer fram á fundi nefndarinnar í október.
4.Borgarhólsskóli - Ársskýrsla 2015-2016/Starfsáætlun 2016-2017.
Málsnúmer 201608028Vakta málsnúmer
Skólastjóri Borgarhólsskóla leggur fram til kynningar ársskýrslu 2015-2016 og starfsáætlun 2016-2017.
Lagt fram til kynningar.
5.Tónlistarskóli Húsavíkur - Fjárhagsáætlun 2017
Málsnúmer 201607097Vakta málsnúmer
Nefndin hefur til umfjöllunar launalið fjárhagsáætlunar 2017 hjá Tónlistarskóla Húsavíkur.
Fræðslufulltrúi gerði grein fyrir yfirstandandi vinnu við launalið fjárhagsáætlunar. Frekari umræða um fjárhagsáætlun skólans fer fram á fundi nefndarinnar í október.
6.Beðni um fjölskylduvænna samfélag og jafnréttismál varðandi upplýsingaleit um dagvistunarúrræði.
Málsnúmer 201609016Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar erindi nefndar BSRB um fjölskylduvænna samfélag og jafnréttismál. Óskað er svara sveitarstjórnar varðandi dagvistun barna að loknu fæðingarorlofi ásamt upplýsingum um framboð dagvistunar á vegum sveitarfélagsins.
Fræðslunefnd felur fræðslufulltrúa að svara erindinu.
7.Ályktanir frá Félagi stjórnenda leikskóla
Málsnúmer 201608164Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar tvær ályktanir frá samráðsfundi Félags stjórnenda leikskóla. Annarsvegar um launuð námsleyfi og hinsvegar um að nýta sérfræðiþekkingu leikskólastjórnenda við ákvarðanatöku um leikskólamál.
Fræðslunefnd mun hér eftir sem endranær hvetja stjórnendur leikskóla til eflingar í starfi og mun áfram sækja í sérþekkingu þeirra vegna ákvarðanna nefndarinnar í leikskólamálum sveitarfélagsins.
8.Grænuvellir - Fjárhagsáætlun 2017
Málsnúmer 201606125Vakta málsnúmer
Nefndin hefur til umfjöllunar launalið fjárhagsáætlunar 2017 hjá Grænuvöllum.
Skólastjóri gerði grein fyrir yfirstandandi vinnu við launalið fjárhagsáætlunar. Frekari umræða um fjárhagsáætlun skólans fer fram á fundi nefndarinnar í október.
9.Grænuvellir - Ósk um breytingu á skóladagatali
Málsnúmer 201609241Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar erindi leikskólastjóra Grænuvalla um breytingu á skóladagatali. Óskað er eftir því að starfsdagur sem er dagsettur 3. mars 2017 verði færður til 17. mars vegna Evrópu ráðstefnu í Jákvæðum aga.
Fræðslunefnd samþykkir breytinguna.
10.Fræðslusvið - Gjaldskrár 2017
Málsnúmer 201609125Vakta málsnúmer
Nefndin hefur til umfjöllunar gjaldskrár stofnanna fræðslusvið fyrir 2017.
Fræðslufulltrúi greinir frá því að gera megi ráð fyrir þriggja prósenta hækkun á gjaldskrám en verðbólguspá Seðlabankans gerir ráð fyrir um þriggja og hálfs prósent verðbólgu á næsta ári. Nefndin leggur til að skólastjórar taki tillit til þessa við gerð fjárhagsáætlunar.
Anna Birna Einarsdóttir deildarstjóri, Kolbrún Ada Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Harpa Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi og Katý Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi Tjörneshrepps sátu fundinn undir liðum 2-4.
Adrienne Davis sat fundinn undir lið 5.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri, Helga Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi, Helena Ingólfsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra og Katý Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi Tjörneshrepps sátu fundinn undir liðum 6-9.
Adrienne Davis sat fundinn undir lið 5.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri, Helga Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi, Helena Ingólfsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra og Katý Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi Tjörneshrepps sátu fundinn undir liðum 6-9.
Fundi slitið - kl. 15:00.
Hlé var gert á fundi kl. 11:30 og skólastofnanir á Húsavík heimsóttar.
Fundi fram haldið í Borgarhólsskóla kl. 11:45 þar sem liðir tvö til fjögur voru teknir fyrir. Skólahúsnæðið skoðað í kjölfarið og Tónlistarskólinn heimsóttur þar sem liður fimm var tekin fyrir. Hlé var gert á fundi kl. 13.30. Fundi framhaldið á Grænuvöllum kl. 13.45 þar sem liður sex til níu voru teknir fyrir og skólahúsnæðið skoðað. Liður 10 var til umfjöllunar í öllum skólastofnununum.