Dómur í máli Garðræktarfélags Reykhverfinga hf gegn Orkuveitu Húsavíkur ohf og gagnsök
Málsnúmer 201607286
Vakta málsnúmerOrkuveita Húsavíkur ohf - 153. fundur - 08.08.2016
Eiríkur S Svavarsson fór yfir dóm héraðsdóms Norðurlands eystra í máli Garðræktarfélags Reykhverfinga hf. gegn Orkuveitu Húsavíkur ohf. og gagnsök. Niðurstaða dómsins var að hafna bæði kröfu Garðræktarfélagsins og orkuveitunnar. Stjórn mun taka ákvörðun á næsta fundi hvort dómnum verði árfrýjað til hæstaréttar. Framkvæmdastjóra er falið að leita álit annars lögfræðings á dómnum og leggja fyrir næsta stjórnarfund.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 154. fundur - 19.09.2016
Fyrir stjórn liggur dómur í máli Garðræktarfélags Reykhverfinga hf gegn Orkuveitu Húsavíkur ohf og gagnsök. Á síðasta fundi stjórnar var farið yfir dóminn.
Þar sem um er að ræða álitamál sem lengi hefur verið í meðferð telur stjórn mikilvægt að enginn vafi sé um niðurstöðu málsins. Stjórn samþykkir því að áfrýja málinu til hæstaréttar.