Orkuveita Húsavíkur ohf
Dagskrá
1.Ósk um styrk v/húsnæðiskaupa
Málsnúmer 201609202Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn liggur bréf frá Félagi eldri borgara á Húsavík þar sem óskað er eftir stuðningi vegna húsakaupa félagsins.
Stjórn samþykkir að veita verkefninu stuðning og felur Ingibjörgu Árnadóttur að vera í sambandi við félagið um nánari útfærslu.
2.Dómur í máli Garðræktarfélags Reykhverfinga hf gegn Orkuveitu Húsavíkur ohf og gagnsök
Málsnúmer 201607286Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn liggur dómur í máli Garðræktarfélags Reykhverfinga hf gegn Orkuveitu Húsavíkur ohf og gagnsök. Á síðasta fundi stjórnar var farið yfir dóminn.
Þar sem um er að ræða álitamál sem lengi hefur verið í meðferð telur stjórn mikilvægt að enginn vafi sé um niðurstöðu málsins. Stjórn samþykkir því að áfrýja málinu til hæstaréttar.
3.Orkuveita Húsavíkur - áætlun 2017
Málsnúmer 201609211Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn liggur útgönguspá fyrir árið 2016 og staða framkvæmda.
Framkvæmdastjóra og Ingibjörgu falið að vinna fjárhagsáætlun fyrir næsta ár og leggja fyrir stjórnarfund.
4.Framkvæmdastjóri Orkuveitu Húsavíkur
Málsnúmer 201609212Vakta málsnúmer
Fyrir fundinum liggur tillaga um að Gunnar Hrafn Gunnarsson verði framkvæmdastjóri Orkuveitu Húsavíkur
Stjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu
5.Hitaveita í Kelduhverfi
Málsnúmer 201508077Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn liggur minnisblað frá lögfræðingi Orkuveitu Húsavíkur um stöðu uppbyggingar hitaveitu í Kelduhverfi
Lögfræðingur Orkuveitunar leggur til að bíða með frekari framkvæmdir þar til niðurstaða fæst um eignarhald á landinu þar sem borholan er. Stjórn felur framkvæmdastjóra að fara yfir stöðu verksins í heild og leggja fyrir stjórn.
6.Tjón á húsi
Málsnúmer 201608006Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn liggur minnisblað lögfræðing Orkuveitu Húsavíkur um tjón á eign við Reykjaheiðarveg
Framkvæmdastjóra er falið að svara húseiganda í samræmi við umræður á fundinum.
Fundi slitið - kl. 16:30.