Breyting á deiliskipulagi Holtahverfis
Málsnúmer 201609136
Vakta málsnúmerSkipulags- og umhverfisnefnd - 7. fundur - 12.09.2016
Í ljósi niðurstaðna húsnæðiskönnunar telur skipulags- og umhverfisnefnd rétt að breyta deiliskipulagi Holtahverfis á þann veg að gert verði ráð fyrir fleiri og minni íbúðum á óbyggðu svæði "E" en gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir. Horft verði til þess að í stað einbýlishúsalóða verði reiknað með lágreistum sérbýlishúsum, par- eða raðhúsum. Einnig kæmi til álita að fjölga lóðum undir lítil fjölbýlishús til samræmis við þær fimm sem fyrir eru á svæði "E". Á óbyggðum raðhúsalóðum við Lyngholt verði horft til þess að heimilað verði að fjölga íbúðum á hvorri lóð í allt að sex.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að láta vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu Holtahverfis sbr. ofangreint.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 8. fundur - 11.10.2016
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti hugmyndir Helga Hafliðasonar að breytingum deiliskipulags Holtahverfis. Þar er f.o.f. um að ræða þéttingu byggðar með fjölgun íbúða á E-svæði. Tvær tillögur voru kynntar, önnur felst í að breyta einbýlishúsalóðum í parhús án verulegrar breytingar á lóðarmörkum og gatnakerfi, en hin gerir ráð fyrir uppbyggingu raðhúsa á svæðinu. Einnig er fjölgað íbúðum í raðhúsum við Lyngholt.
Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir að hugmynd að parhúsalóðum verði unnin áfram. Nefndin leggur jafnframt áherslu á að skýr ákvæði verði í deiliskipulaginu sem komi í veg fyrir notkun áður notaðra húseininga á svæðinu.