Skipulags- og umhverfisnefnd
Dagskrá
1.Gunnþóra Jónsdóttir sækir um leyfi til breytinga á geymsluhúsi að Rjúpnalundi 5 Öxarfirði
Málsnúmer 201608089Vakta málsnúmer
Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir stækkun geymsluhúss um 5,1 m² að Rjúpnalundi 5 í Öxarfirði. Fyrir liggja teikningar unnar af Vigfúsi Sigurðssyni byggingartæknifræðingi hjá Mannviti. Fyrir liggur að nágrannar og landeigandi gera ekki athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni þegar fullnægjandi gögnum hefur verið skilað.
2.Ósk um leyfi fyrir tveimur loftgæðamælistöðvum
Málsnúmer 201608035Vakta málsnúmer
Á síðasta fundi nefndarinnar var samþykkt leyfi fyrir tveimur loftgæðamælistöðvum. Í ljós hefur komið að áður fyrirhuguð staðsetning við Traðargerði er ekki heppileg og er nú óskað eftir samþykki fyrir mælistöðinni utan við túnjaðar vestan þjóðvegar og sunnan Laugardals. Fyrir liggur afstöðumynd.
Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á breytta staðsetningu mælistöðvarinnar.
3.Ósk um breytta skráningu frístundahúss að Stekkjahvammi 1 í íbúðarhús
Málsnúmer 201609134Vakta málsnúmer
Óskað er eftir samþykki fyrir skráningu Stekkjarhvamms 1 sem íbúðarhúss í stað frístundahúss svo unnt sé að skrá þar lögheimili. Nú þegar er skráð ábúð á tveimur lóðanna innan sama frístundahúsasvæðis fyrir utan að á jaðri svæðisins er einbýlishús í byggingu. Fyrir liggur skriflegt samþykki nágranna fyrir breyttri skráningu.
Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á breytta skráningu hússins í því ljósi að þegar er skráð ábúð í þremur húsum á svæðinu.
4.Efla óskar eftir stöðuleyfi fyrir bráðabirgðaskrifstofu PCC á Bakka
Málsnúmer 201609120Vakta málsnúmer
Óskað er eftir stöðuleyfi til eins árs fyrir bráðabirgða skrifstofueiningum við vinnubúðir að Dvergabakka. Meðfylgjandi umsókn eru ljósmyndir af samskonar einingum og fyrirhuguð afstaða.
Skipulags- og umhverfisnefnd heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita stöðuleyfi fyrir einingunum til allt að eins árs þegar fullnægjandi gögn hafa skilað sér.
5.Trésmiðjan Rein sækir um raðhúsalóð að Lyngholti 26-32
Málsnúmer 201609067Vakta málsnúmer
Óskað er eftir úthlutun lóðar að Lyngholti 26-32 til að byggja upp sex litlar raðhúsaíbúðir.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að Trésmiðjunni Rein verði úthlutað lóðinni. Nefndin er reiðubúin að gera tillögu um breytta byggingarskilmála fyrir lóðina þannig að heimilað verði að byggja á henni sex íbúðir í stað þeirra fjögurra sem deiliskipulag heimilar.
6.Trésmiðjan Rein sækir um raðhúsalóð að Lyngholti 42-48
Málsnúmer 201609068Vakta málsnúmer
Óskað er eftir úthlutun lóðar að Lyngholti 42-48 til að byggja upp sex litlar raðhúsaíbúðir.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að Trésmiðjunni Rein verði úthlutað lóðinni. Nefndin er reiðubúin að gera tillögu um breytta byggingarskilmála fyrir lóðina þannig að heimilað verði að byggja á henni sex íbúðir í stað þeirra fjögurra sem deiliskipulag heimilar.
7.Trésmiðjan Rein sækir um lóð að Höfðavegi 6
Málsnúmer 201609069Vakta málsnúmer
Óskað er eftir að fá úthlutað byggingarlóðinni að Höfðavegi 6 eins og hún er skilgreind í gildandi deiliskipulagi.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að Trésmiðjunni Rein verði úthlutað lóðinni.
8.Óskað er eftir samþykki stofnun lóðar út frá Þverá og að það fái nafnið Langholt
Málsnúmer 201609097Vakta málsnúmer
Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun 900 m² lóðar undir veiðihús úr landi Þverár. Lóðin fái heitið Langholt með tilvísun í fyrirliggjandi örnefni. Meðfylgjandi umsókn er hnitsett lóðarmynd. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti viðhorf tveggja næstu nágranna sem ekki gera athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt.
9.Eigendur að Uppsalavegi 5 og 7 óska eftir stækkun lóða fyrir framan fasteign
Málsnúmer 201608145Vakta málsnúmer
Óskað er eftir lóðarstækkun að Uppsalavegi 5 og 7 þannig að almenn bílastæði skv. deiliskipulagi verði felld undir lóðina. Meðfylgjandi umsókn er skýringarmynd.
Skipulags- og umhverfisnefnd fellst ekki á að fella öll umrædd bílastæði undir lóðina að Uppsalavegi 5-7 en felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu sem kæmi að nokkru til móts við óskir lóðarhafa að Uppsalavegi 5-7.
10.Erindi frá Óskarsson vegna þriggja lóða í norðurbæ og breytta aðkomu að Héðinsbraut
Málsnúmer 201608042Vakta málsnúmer
Inn á fund mættu Jón Hermann Óskarsson og Aðalgeir Sævar Óskarsson og kynntu hugmyndir sínar að uppbyggingu gistiheimila við Héðinsbraut og Höfðaveg.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar kynningu. Nefndinni hugnast ekki uppbygging ferðaþjónustuhúss á íbúðarsvæði við Höfðaveg með vísan til gildandi deiliskipulags og aðalskipulags. Nefndin lýsir sig reiðubúna til viðræðna um breytingar á deiliskipulagi til uppbyggingar ferðaþjónustuhúsnæðis við Héðinsbraut.
11.Umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga að Fossvöllum 23
Málsnúmer 201608106Vakta málsnúmer
Óskað er eftir leyfi til breytinga á einbýlishúsinu að Fossvöllum 23. Breytingar verða fyrst og fremst innanhúss og fela m.a. í sér að útbúin verður snyrting fyrir hvert svefnherbergi. Meðfylgjandi umsókn eru teikningar unnar af Almari Eggertssyni byggingarfræðingi hjá Faglausn ehf.
Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á breytingarnar fyrir sitt leiti.
12.Umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga að Brúnagerði 1
Málsnúmer 201608109Vakta málsnúmer
Óskað er eftir leyfi til innri breytinga á íbúðarhúsinu að Brúnagerði 1. Breytingin felur í sér að sameina tvær séreignir í eina, svefnherbergjum verði fjölgað og hverju herbergi fylgi sér snyrting. Nokkrar útlitsbreytingar sem m.a. felast í nýjum björgunaropum. Fyrir liggja teikningar unnar af Almari Eggertssyni byggingarfræðingi hjá Faglausn ehf.
Skipulags- og umhverfisnefnd fellst fyrir sitt leiti á breytingarnar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
13.Dagur íslenskrar náttúru 2016
Málsnúmer 201608159Vakta málsnúmer
Með tölvupósti dags. 29. ágúst s.l. tilkynnir Umhverfis- og auðlindaráðuneytið um að Dagur íslenskrar náttúru verði haldinn 16. september n.k.
Lagt fram.
14.Sólveig Mikaelsdóttir, f.h. húsfélagsins Baughóli 22-30, Húsavík, sækir um leyfi til að láta einangra og klæða útveggi.
Málsnúmer 201606130Vakta málsnúmer
Óskað er eftir leyfi til að einangra og klæða að utan með lituðu bárustáli og Jatoba viði raðhúsið að Baughóli 22-30.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni.
15.Skíðagöngudeild Völsungs sækir um leyfi til vegalagningar að skála við Reyðarárhnjúk
Málsnúmer 201605108Vakta málsnúmer
Óskað er eftir leyfi til að gera stuttan veg frá Reykjaheiðarvegi að skíðasvæði við Reyðarárhnjúk. Fyrir liggur teikning af fyrirhuguðu vegstæði.
Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á lagningu vegarins eins og lagt er upp með á teikningu.
16.Einar Már Þórólfsson sækir um byggingarleyfi fyrir hús á lóðinni Stakkholt 10
Málsnúmer 201606036Vakta málsnúmer
Óskað er eftir leyfi til að byggja timburhús á grunni Stakkholts 10. Grunnur var miðaður við steinsteypt hús. Fyrir liggja teikningar unnar af Erni Sigurðssyni byggingartæknifræðingi. Einnig liggur fyrir umsögn slökkviliðsstjóra sem ekki gerir athugasemd við teikningar.
Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á breyttar teikningar af húsinu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa skilað sér til byggingarfulltrúa.
17.Breyting á deiliskipulagi Holtahverfis
Málsnúmer 201609136Vakta málsnúmer
Í ljósi niðurstaðna húsnæðiskönnunar telur skipulags- og umhverfisnefnd rétt að breyta deiliskipulagi Holtahverfis á þann veg að gert verði ráð fyrir fleiri og minni íbúðum á óbyggðu svæði "E" en gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir. Horft verði til þess að í stað einbýlishúsalóða verði reiknað með lágreistum sérbýlishúsum, par- eða raðhúsum. Einnig kæmi til álita að fjölga lóðum undir lítil fjölbýlishús til samræmis við þær fimm sem fyrir eru á svæði "E". Á óbyggðum raðhúsalóðum við Lyngholt verði horft til þess að heimilað verði að fjölga íbúðum á hvorri lóð í allt að sex.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að láta vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu Holtahverfis sbr. ofangreint.
18.Deiliskipulag við heimskautsgerði
Málsnúmer 201601040Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að skipulagslýsingu fyrir Heimskautsgerði við Raufarhöfn.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Fundi slitið - kl. 16:30.