Breyttur umferðarþungi á stofnbrautum Húsavíkur
Málsnúmer 201609159
Vakta málsnúmerFramkvæmdanefnd - 8. fundur - 14.09.2016
Soffía Helgadóttir sendir framkvæmdanefnd bréf þar sem hún vekur athygli á stórauknum umferðarþunga og hraða á stofnbrautum á Húsavík vegna þeirra stórframkvæmda sem unnið er að í og við bæinn.
Þar sem þessar breytingar eru komnar til að vera a.m.k. næstu tvö til þrjú ár telur hún að bregðast verði skjótt við áður en slys verður á mestu álagsstöðunum sem séu við gangbraut af bílastæði við sundlaugina að íþróttavelli og svo rétt ofan við gatnamót Þverholts og Baughóls.
Soffía leggur til að framkvæmdanefnd óski eftir við Vegagerðina að sett verði upp gangbrautarljós á áðurnefndum stöðum.
Þar sem þessar breytingar eru komnar til að vera a.m.k. næstu tvö til þrjú ár telur hún að bregðast verði skjótt við áður en slys verður á mestu álagsstöðunum sem séu við gangbraut af bílastæði við sundlaugina að íþróttavelli og svo rétt ofan við gatnamót Þverholts og Baughóls.
Soffía leggur til að framkvæmdanefnd óski eftir við Vegagerðina að sett verði upp gangbrautarljós á áðurnefndum stöðum.
Framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna málið áfram í samstarfi við Vegagerðina.
Framkvæmdanefnd - 14. fundur - 08.03.2017
Endurskoða þarf umferðarmerkingar í bænum m.t.t. umferðarhraða og setja upp nýjar merkingar þar sem við á.
Eins þarf að endurnýja merki sem hafa glatast.
Eins þarf að endurnýja merki sem hafa glatast.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að endurskoða umferðarhraða og merkingar í samráði við lögregluyfirvöld og ökukennara á Húsavík.
Framkvæmdanefnd - 18. fundur - 15.06.2017
Umferðaröryggismál við íþróttavöll à Húsavík.
> - staða màla með hraðahindrun eða hraða minnkandi aðgerðir við sundlaug.
> - enn er óleyst hvernig tryggja à öryggi gangandi vegfaranda úr efri brekkum sem eru að fara að vallarhúsi. Gangandi vegfarendur og sérstaklega börn munu leytast við að fara sem stystu leið að vellinum. Búið er að fara í aðgerðir til að tryggja öryggi þeirra sem koma úr suður bænum en þessi vandi er óleystur.
> - staða màla með hraðahindrun eða hraða minnkandi aðgerðir við sundlaug.
> - enn er óleyst hvernig tryggja à öryggi gangandi vegfaranda úr efri brekkum sem eru að fara að vallarhúsi. Gangandi vegfarendur og sérstaklega börn munu leytast við að fara sem stystu leið að vellinum. Búið er að fara í aðgerðir til að tryggja öryggi þeirra sem koma úr suður bænum en þessi vandi er óleystur.
Framkvæmdanefnd samþykkir að sett verði upp þéttbýlishlið ásamt hraðahindrun norðan Baldursbrekku þar sem ekið er inn í bæinn að norðanverðu. Jafnframt verði sett gangbraut gegnt vallarhúsi yfir Héðinsbraut. Brýnt er að verkið verði unnið sem allra fyrst.
Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að boða fund með Vegagerðinni hið fyrsta.
Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að boða fund með Vegagerðinni hið fyrsta.