Fara í efni

Framkvæmdanefnd

8. fundur 14. september 2016 kl. 16:00 - 19:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Trausti Aðalsteinsson varaformaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
  • Arnar Guðmundsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Kjartan Páll Þórarinsson
Dagskrá
Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri Norðurþings og Tryggvi Jóhannsson verkefnisstjóri á framkvæmdasviði sátu fundinn.

1.Eftirlitsskýrsla vegna urðunarstaðar í Laugardal.

Málsnúmer 201605100Vakta málsnúmer

Umhverfisstofnun óskar eftir úrbótaáætlun vegna þriggja frávika frá starfsleyfi á urðunarstað Norðurþings í Laugardal við Húsavík.
Frestur er veittur til 21. október nk. til að skila inn úrbótaáætlun.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda - og þjónustufulltrúa að vinna úrbótaáætlun og skila til Umhverfisstofnunar.

2.Eftirlitsskýrsla vegna urðunarstaðar á Kópaskeri

Málsnúmer 201506024Vakta málsnúmer

Umhverfisstofnun óskar eftir úrbótaáætlun vegna þriggja frávika frá starfsleyfi á urðunarstað Norðurþings við Kópasker.
Frestur er veittur til 21. október nk. til að skila inn úrbótaáætlun.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda - og þjónustufulltrúa að vinna úrbótaáætlun og skila til Umhverfisstofnunar.

3.Götulýsing í Auðbrekku - Erindi til Sveitarstjórnar Norðurþings

Málsnúmer 201609002Vakta málsnúmer

Erindi barst frá Ágústi Sigurði Óskarsyni þar sem að hann vekur athygli á biluðum ljósastaurum í Auðbrekku. Ágúst óskar þess að gert verði við staurana sem allra fyrst.
Framkvæmdanefnd harmar hversu lengi viðgerð hefur dregist. Ástæðan er sú að ljósastrengurinn í götunni brann yfir og þarf að leggja nýjan.
Samkvæmt upplýsingum frá verkstjóra Orkuveitunnar er unnið að viðgerð og mun henni ljúka næstu daga.

4.Aðalsteinn Árni Baldursson fjallskilastjóri í landi Húsavíkur gerir athugasemd varðandi viðhald á bæjargirðingu við Húsavík

Málsnúmer 201609006Vakta málsnúmer

Aðalsteinn Árni vekur athygli á lélegu ástandi bæjargirðingarinnar í kringum Húsavík og slæmri umgengni verktaka sem þurfa að fara yfir girðinguna.
Viðhald girðingarinnar var ekki í nógu góðu lagi í sumar og er þar ýmsu um að kenna m.a. því að erfitt reyndist að fá einhvern til verksins. Þannig ástand er óviðunandi.
Framkvæmdanefnd leggur áherslu á að gert verði betur á næsta ári og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna að lausn fyrir næsta sumar

5.Skíðasvæði við Reyðarárhnjúk

Málsnúmer 201609026Vakta málsnúmer

Á 7. fundi skipulags- og umhverfisnefndar samþykkti hún umsókn frá Skíðagöngudeild Völsungs um leyfi til vegalagningar að skála við Reyðarárhnjúk.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir stöðu málsins.

Framkvæmdanefnd samþykkir að láta leggja þennan veg samkvæmt þeim forsendum sem fram komu á fundinum.

Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna málið áfram.

6.Gatnagerð Haukamýri

Málsnúmer 201609060Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmdanefnd liggur tillaga um að leggja bundið slitlag á Haukamýri.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að láta leggja bundið slitlag á veginn.
Verkið verður fjármagnað með gatnagerðargjöldum.

7.Raufarhöfn Varmadæla - íþróttamiðstöð/skóli

Málsnúmer 201608149Vakta málsnúmer

Íþrótta og tómstundafulltrúi kynnti mögulegar orkusparandi aðgerðir í skóla og íþróttamannvirki á Raufarhöfn.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda og þjónustufulltrúa að sækja um styrk til Orkusjóðs og vinna málið áfram.

8.Skoðun heilbrigðiseftirlits á sundlauginni í Heiðarbæ

Málsnúmer 201609084Vakta málsnúmer

Við hefðbundna skoðun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra á sundlauginni í Heiðarbæ voru gerðar nokkrar athugasemdir sem bregðast þarf við fyrir 1. apríl 2017.
Framkvæmdanefnd vísar málinu til fjárhagsáætlunar 2017.

9.Gamla sorpstöðin

Málsnúmer 201609105Vakta málsnúmer

Steinsteypir ehf. hefur sent Norðurþingi erindi þar sem fyrirtækið býður sveitarfélaginu "Gömlu-sorpstöðina" til kaups.
Framkvæmdanefnd, fyrir hönd eignasjóðs telur að ekki séu not fyrir þetta húsnæði og mælir því ekki með kaupum á því.

10.Umferðaröryggisáætlun fyrir Norðurþing

Málsnúmer 201509047Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja drög að umferðaröryggisáætlun fyrir Norðurþing unnin af Grími Kárasyni.
Framkvæmdanefnd fór yfir drögin og frestar afgreiðslu þeirra til næsta fundar nefndarinnar.

11.Breyttur umferðarþungi á stofnbrautum Húsavíkur

Málsnúmer 201609159Vakta málsnúmer

Soffía Helgadóttir sendir framkvæmdanefnd bréf þar sem hún vekur athygli á stórauknum umferðarþunga og hraða á stofnbrautum á Húsavík vegna þeirra stórframkvæmda sem unnið er að í og við bæinn.
Þar sem þessar breytingar eru komnar til að vera a.m.k. næstu tvö til þrjú ár telur hún að bregðast verði skjótt við áður en slys verður á mestu álagsstöðunum sem séu við gangbraut af bílastæði við sundlaugina að íþróttavelli og svo rétt ofan við gatnamót Þverholts og Baughóls.
Soffía leggur til að framkvæmdanefnd óski eftir við Vegagerðina að sett verði upp gangbrautarljós á áðurnefndum stöðum.
Framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna málið áfram í samstarfi við Vegagerðina.

12.Framkvæmd fjallskila í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201608041Vakta málsnúmer

Erindi frá Bændasamtökum Íslands þar sem þau óska eftir svörum við fjórum spurningum um framkvæmd fjallskila.
Haft var samband við alla sex fjallskilastjóra í Norðurþingi og leitað svara hjá þeim og hafa þau verið send Bændasamtökunum.

13.Framkvæmdasvið - Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201609109Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri kynnti ramma fyrir fjárhagsáætlun 2017. Rammarnir eru eftirfarandi:
08 - Hreinlætismál
6.080
10 - Umferðar- og samgöngumál
(116.075 )
11 - Umhverfismál
(68.778 )
31 - Eignasjóður
(179.903 )
41 - Þjónustumiðstöð
(15.970 )

Fjármálastjóra og formanni framkvæmdanefndar er falið að leggja fyrir næsta fund fjárhagsáætlun 2017.

Framkvæmdanefnd fór yfir rekstur ársins 2016. Nefndin óskar eftir við sveitarstjórn, viðbótarfjármagni 20 milljónir fyrir samgöngumál og 10 milljónir fyrir eignasjóð á árinu 2016.

Fundi slitið - kl. 19:15.