Nýtt fyrirkomulag húsnæðisbóta - erindi til sveitarfélaga
Málsnúmer 201611087
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 197. fundur - 17.11.2016
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Greiðslustofu húsnæðisbóta þar sem kynnt er að þann 1. janúar 2017 munu ný lög um húsnæðisbætur taka gildi og Greiðslustofa húsnæðisbóta tekur við því hlutverki að greiða húsnæðisbætur fyrir landið allt. Þjónustuskrifstofan verður staðsett á Sauðárkróki og mun formlega hefja starfsemi 16. nóvember nk. og áætlað er að opna fyrir umsóknir þann 21. nóv. Óskað er eftir að eiga beint samtal við starfsfólk sveitarfélagsins sem hefur dýrmæta þekkingu og reynslu í framkvæmd húsaleigubóta.
Lagt fram til kynningar