Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
Olga Gísladóttir var í síma
1.Nýtt fyrirkomulag húsnæðisbóta - erindi til sveitarfélaga
Málsnúmer 201611087Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Greiðslustofu húsnæðisbóta þar sem kynnt er að þann 1. janúar 2017 munu ný lög um húsnæðisbætur taka gildi og Greiðslustofa húsnæðisbóta tekur við því hlutverki að greiða húsnæðisbætur fyrir landið allt. Þjónustuskrifstofan verður staðsett á Sauðárkróki og mun formlega hefja starfsemi 16. nóvember nk. og áætlað er að opna fyrir umsóknir þann 21. nóv. Óskað er eftir að eiga beint samtal við starfsfólk sveitarfélagsins sem hefur dýrmæta þekkingu og reynslu í framkvæmd húsaleigubóta.
Lagt fram til kynningar
2.Samstarf við Ferðamálastofu vegna utanumhald um gagnasafn með mögulegum viðomustöðum ferðafólks
Málsnúmer 201611101Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Ólöfu Ýr Atladóttur, ferðamálastjóra, þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um framhald verkefnis sem gengið hefur undir nafninu "Kortlagning auðlinda ferðaþjónustunnar". Fyrsti áfangi þess var unninn á árinu 2014, þar sem með aðstoð heimafólks voru metnir um 5.000 staðir um allt land. Komu um 350 manns um allt land að þessari vinnu sumarið 2014.Til að vinna verkefnið áfram telur Ferðamálastofa vænlegt að leita eftir beinu samstarfi við hvert sveitarfélag þannig að tilnefndur verði af þess hálfu ábyrgur aðili til að fara yfir þau gögn sem enn eru til staðar en ekki hafa verið birt af ýmsum orsökum, ásamt því að koma með tillögur að nýjum stöðum
Sveitarstjóra er falið að svara erindinu og óska eftir þvi við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga að það taki að sér hlutverk tengiliðs í verkefninu.
3.Umsókn um rekstrarstyrk til Kvennaathvarfsins fyrir árið 2017
Málsnúmer 201611111Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Samtökum um kvennaathvarf þar sem óskað er eftir rekstarstyrki fyrir árið 2017.
Byggðarráð samþykkir að styðja kvennaathvarfið um kr. 100.000,- vegna reksturs 2017.
4.Fjárhagsáætlun 2017
Málsnúmer 201605113Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja drög að áætlun 2017, þriggja ára áætlun 2018-2020 og drög að gjaldskrá fyrir sveitarfélagið.
Byggðarráð samþykkir að leggja framlagða áætlun fyrir sveitarstjórn
5.Skuldir Norðurþings
Málsnúmer 201611115Vakta málsnúmer
Fyrir Byggðarráði liggur yfirilt yfir skuldir sveitarfélagsins og áætlun um þróun þeirra til loka árs 2013
Fjármálastjóri fór yfir stöðu skuldasafns sveitarfélagsins.
6.Eignir Norðurþings í félögum
Málsnúmer 201611116Vakta málsnúmer
Tryggvi Finnsson mætti á fundinn og fór yfir stöðu Skúlagarðs-fasteignafélags ehf og Fasteignafélags HN ehf.
7.Drög að nýrri reglugerð um heimagistingu o.fl.
Málsnúmer 201611015Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem fram kemur að lögfræðingar Sambands íslenskra sveitarfélaga séu að rýna drög að reglugerð atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Reglugerðin er m.a. til innleiðingar á lagabreytingum sem samþykktar voru fyrr á þessu ári þar sem sett voru ákvæði um heimagistingu o.fl.
Byggðarráð tekur undir athugsemdir sambandsins og telur jákvætt ef tekið verður tillit til þeirra við lokafrágang reglugerðarinnar.
8.Orkuveita Húsavíkur ohf - 155
Málsnúmer 1611002Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 155. fundar Orkuveitu Húsavíkur
Lagt fram til kynningar
Fundi slitið - kl. 18:30.