Samstarf við Ferðamálastofu vegna utanumhald um gagnasafn með mögulegum viðomustöðum ferðafólks
Málsnúmer 201611101
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 197. fundur - 17.11.2016
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Ólöfu Ýr Atladóttur, ferðamálastjóra, þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um framhald verkefnis sem gengið hefur undir nafninu "Kortlagning auðlinda ferðaþjónustunnar". Fyrsti áfangi þess var unninn á árinu 2014, þar sem með aðstoð heimafólks voru metnir um 5.000 staðir um allt land. Komu um 350 manns um allt land að þessari vinnu sumarið 2014.Til að vinna verkefnið áfram telur Ferðamálastofa vænlegt að leita eftir beinu samstarfi við hvert sveitarfélag þannig að tilnefndur verði af þess hálfu ábyrgur aðili til að fara yfir þau gögn sem enn eru til staðar en ekki hafa verið birt af ýmsum orsökum, ásamt því að koma með tillögur að nýjum stöðum
Sveitarstjóra er falið að svara erindinu og óska eftir þvi við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga að það taki að sér hlutverk tengiliðs í verkefninu.