Fara í efni

Verkefnið Raufarhöfn og framtíðin óskar eftir að SR lóðin á Raufarhöfn verði deiliskipulögð

Málsnúmer 201611129

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 11. fundur - 13.12.2016

Silja Jóhannesdóttir f.h. verkefnisins Raufarhöfn og framtíðin fer þess á leit við Norðurþing að SR lóðin verði deiliskipulögð svo að næstu skref séu í samræmi við ákveðið skipulag. Þessi ósk er í samræmi við vilja íbúa sem kom fram á íbúaþingi sem lagt var til grundvallar markaðssetningu ofangreinds verkefnis.
Einnig er bent á að sveitarstjórn barst nýverið ályktun frá íbúum varðandi það að mjölhúsið verði fyrsta skref í að byggja upp á SR lóð. Það er hugsað sem svo að gott sé að eiga stórt húsnæði sem er vel klætt nálægt höfninni bæði til að hýsa þá sem nú eru þar og svo til annarra tækifæra.

Skipulags- og umhverfisnefnd mun skoða möguleika á vinnu við deiliskipulag s.k. SR lóðar á Raufarhöfn þegar fyrir liggur fjárhagsáætlun komandi árs.