Aðbúnaður og öryggismál í ferðaþjónustubifreiðum fyrir fatlaða
Málsnúmer 201612003
Vakta málsnúmerFélagsmálanefnd - 9. fundur - 19.01.2017
Þann 29. nóvember 2016 barst sveitarstjórn Norðurþings fyrirspurn frá Sjálfsbjörg um aðbúnað og öryggismál í ferðaþjónustubifreiðum fyrir fatlaða með vísan í reglugerð nr. 822/2004 með síðari breytingum.
Sveitarstjóri Norðurþings svaraði erindinu með tölvupósti þann 12.12.2016 Í viðhengi með tölvupósti voru myndir sem teknar voru í bifreið Fjallasýnar sem annast ferðaþjónustu fatlaðra fyrir hönd sveitarfélagsins. Myndirnar sýna að öllum öryggiskröfum skv. áðurnefndri reglugerð er fullnægt.
Erindið Sjálfsbjargar ásamt myndum frá Fjallasýn lagt fram til staðfestingar.
Sveitarstjóri Norðurþings svaraði erindinu með tölvupósti þann 12.12.2016 Í viðhengi með tölvupósti voru myndir sem teknar voru í bifreið Fjallasýnar sem annast ferðaþjónustu fatlaðra fyrir hönd sveitarfélagsins. Myndirnar sýna að öllum öryggiskröfum skv. áðurnefndri reglugerð er fullnægt.
Erindið Sjálfsbjargar ásamt myndum frá Fjallasýn lagt fram til staðfestingar.