Fyrirspurn varðandi gangstéttir við Lyngholt á Húsavík
Málsnúmer 201612066
Vakta málsnúmerFramkvæmdanefnd - 12. fundur - 18.01.2017
Sett er fyrir framkvæmdanefnd að taka afstöðu til þess hvenær ráðast skuli í lagningu gangstétta frá gatnamótum Stakkholts og niður Lyngholt.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 3. fundur - 10.07.2018
Fyrir liggur erindi frá íbúum að Lyngholti 10 vegna gangstéttagerðar í götunni.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að svara erindinu skriflega með þeim rökum sem fyrir liggja.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 5. fundur - 16.08.2018
Fyrir liggur krafa íbúa við Lyngholt um gerð gangstéttar í fullri breidd sunnan götunnar, til viðbótar við þá sem gerð var norðan götunnar fyrr í sumar.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar erindi íbúa í Lyngholti og samþykkir að gangstéttafrágangur við götuna verði þannig að barnavagnar og hjálpartæki eigi greiðan aðgang um gangstéttina.
Unnið er að skipulagningu framkvæmda við gangstéttir í Holtahverfi.