Beðni um gjaldfrítt hitaveituár í útihúsum á Laxamýri árið 2017
Málsnúmer 201701033
Vakta málsnúmerOrkuveita Húsavíkur ohf - 157. fundur - 16.01.2017
Í ljósi þess hversu lágt hitastig er á hitaveituvatni að Laxamýri (57°C) eru ábúendur þar að kanna hvort forsenda sé til þess að fella niður gjöld OH af heitu vatni í útihúsin þar til eins árs.
Eins og fram kemur í bréfinu hefur þessi beiðni verið borin upp áður, en ekki var orðið við henni þá.
Hafa ber í huga að afsláttur er veittur af þessu vatni vegna lágs hitastigs og OH mun tæplega afhenda 81°C heitt vatn til notenda eins og talað er um í þessu bréfi að þurfi fyrir þær þvottavélar sem notaðar eru í þeim rekstri sem þar á sér stað.
Rétt er að kanna möguleikann á því að setja framhjáhlaup/aftöppun á lögnina við Laxamýri til þess að halda uppi hitastigi á vatni til notanda.
Eins og fram kemur í bréfinu hefur þessi beiðni verið borin upp áður, en ekki var orðið við henni þá.
Hafa ber í huga að afsláttur er veittur af þessu vatni vegna lágs hitastigs og OH mun tæplega afhenda 81°C heitt vatn til notenda eins og talað er um í þessu bréfi að þurfi fyrir þær þvottavélar sem notaðar eru í þeim rekstri sem þar á sér stað.
Rétt er að kanna möguleikann á því að setja framhjáhlaup/aftöppun á lögnina við Laxamýri til þess að halda uppi hitastigi á vatni til notanda.
Áfram verður þó veittur afsláttur á gjaldskrá vegna lágs hitastigs á hitaveituvatni.
Framkvæmdastjóra falið að hafa samband við bréfritara.