Tónkvíslin 2017
Málsnúmer 201701046
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 202. fundur - 19.01.2017
Fyrir byggðarráði liggur styrkbeiðni frá Tónkvíslinni 2017.
Í kynningu með styrkbeiðninni segir m.a.: "Keppnin er nú haldin í tólfta sinn og með hverju ári sem líður verður keppnin betri. Ástæða þess að við höfum undanfarin ár boðið grunnskólanemum að vera með í keppninni er sú að við teljum að ekki sé nóg af viðburðum fyrir unga listamenn sem vilja láta ljós sitt skína. Keppnin er tekin upp með einum besta myndbúnaði á landinu og erum við með saming við Exton og þeir koma með allan ljósabúnað og hljóðkerfi.Við leggjum áherslu á að auglýsa keppnina og okkar dyggu styrktaraðila sem mest og víðast. Keppnin hefur verið auglýst m.a. á visir.is, mbl.is, RÚV, Bravó og á fleiri miðlum auk þess sem fjallað hefur verið um hana í Landanum. Við stefnum á að keppnin í ár verði með svipuðu sniði og í fyrra og er því að mörgu að huga. Við leitum þess vegna til ykkar og vonumst eftir góðu og farsælu samstarfi."
Í kynningu með styrkbeiðninni segir m.a.: "Keppnin er nú haldin í tólfta sinn og með hverju ári sem líður verður keppnin betri. Ástæða þess að við höfum undanfarin ár boðið grunnskólanemum að vera með í keppninni er sú að við teljum að ekki sé nóg af viðburðum fyrir unga listamenn sem vilja láta ljós sitt skína. Keppnin er tekin upp með einum besta myndbúnaði á landinu og erum við með saming við Exton og þeir koma með allan ljósabúnað og hljóðkerfi.Við leggjum áherslu á að auglýsa keppnina og okkar dyggu styrktaraðila sem mest og víðast. Keppnin hefur verið auglýst m.a. á visir.is, mbl.is, RÚV, Bravó og á fleiri miðlum auk þess sem fjallað hefur verið um hana í Landanum. Við stefnum á að keppnin í ár verði með svipuðu sniði og í fyrra og er því að mörgu að huga. Við leitum þess vegna til ykkar og vonumst eftir góðu og farsælu samstarfi."
Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 150.000.