Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Tónkvíslin 2017
Málsnúmer 201701046Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur styrkbeiðni frá Tónkvíslinni 2017.
Í kynningu með styrkbeiðninni segir m.a.: "Keppnin er nú haldin í tólfta sinn og með hverju ári sem líður verður keppnin betri. Ástæða þess að við höfum undanfarin ár boðið grunnskólanemum að vera með í keppninni er sú að við teljum að ekki sé nóg af viðburðum fyrir unga listamenn sem vilja láta ljós sitt skína. Keppnin er tekin upp með einum besta myndbúnaði á landinu og erum við með saming við Exton og þeir koma með allan ljósabúnað og hljóðkerfi.Við leggjum áherslu á að auglýsa keppnina og okkar dyggu styrktaraðila sem mest og víðast. Keppnin hefur verið auglýst m.a. á visir.is, mbl.is, RÚV, Bravó og á fleiri miðlum auk þess sem fjallað hefur verið um hana í Landanum. Við stefnum á að keppnin í ár verði með svipuðu sniði og í fyrra og er því að mörgu að huga. Við leitum þess vegna til ykkar og vonumst eftir góðu og farsælu samstarfi."
Í kynningu með styrkbeiðninni segir m.a.: "Keppnin er nú haldin í tólfta sinn og með hverju ári sem líður verður keppnin betri. Ástæða þess að við höfum undanfarin ár boðið grunnskólanemum að vera með í keppninni er sú að við teljum að ekki sé nóg af viðburðum fyrir unga listamenn sem vilja láta ljós sitt skína. Keppnin er tekin upp með einum besta myndbúnaði á landinu og erum við með saming við Exton og þeir koma með allan ljósabúnað og hljóðkerfi.Við leggjum áherslu á að auglýsa keppnina og okkar dyggu styrktaraðila sem mest og víðast. Keppnin hefur verið auglýst m.a. á visir.is, mbl.is, RÚV, Bravó og á fleiri miðlum auk þess sem fjallað hefur verið um hana í Landanum. Við stefnum á að keppnin í ár verði með svipuðu sniði og í fyrra og er því að mörgu að huga. Við leitum þess vegna til ykkar og vonumst eftir góðu og farsælu samstarfi."
Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 150.000.
2.Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti: Óskað tilnefninga í skólanefnd Framhaldsskólans á Húsavík
Málsnúmer 201701081Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti þar sem óskað er tilnefninga í skólanefnd Framhaldsskólans á Húsavík til næstu fjögurra ára. Þess er farið á leit að Norðurþing skipi tvo aðalfulltrúa og tvo til vara. Sérstaklega er óskað eftir að skipaðir verði tveir karlar og tvær konur. Það er gert með skírskotun til ákvæðis 15. gr. laga nr. 10/2008 um jafnan rétt kvenna og karla til setu í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ríkis og sveitarfélaga.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að eftirtaldir aðilar verðir tilnefndir í skólanefnd Framhaldsskólans á Húsavík:
Aðalmenn:
Þór Stefánsson
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir
Varamenn:
Hjálmar Bogi Hafliðason
Aðalsteinn J. Halldórsson
Aðalmenn:
Þór Stefánsson
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir
Varamenn:
Hjálmar Bogi Hafliðason
Aðalsteinn J. Halldórsson
3.Starfsmannaaðstaða í stjórnsýsluhúsi
Málsnúmer 201701102Vakta málsnúmer
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi hvað varðar framboð á hádegisverði í stjórnsýsluhúsi.
Lagt fram til kynningar.
4.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstarleyfi vegna sölu gistingar að Vallholtsvegi 5
Málsnúmer 201701018Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur beiðni um umsögn um rekstrarleyfi til handa Gunnlaugi Hreinssyni f.h. GPG Seafood ehf. vegna sölu gistingar að Vallholtsvegi 5, Húsavík.
Byggðarráð tekur undir bókun 12. fundar skipulags- og umhverfisnefndar og sér sér ekki fært að veita jákvæða umsögn um rekstur nýs gistiheimilis á íbúðarhúsalóð á þessu stigi.
Fundi slitið - kl. 17:30.