Endurskoðun samninga við Fjölís
Málsnúmer 201702041
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 205. fundur - 09.02.2017
Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er varðar viðræður sambandsins við FJÖLÍS um endurskoðun samninga varðandi afnot af höfundarvernduðu efni í stjórnsýslu sveitarfélaga. Lagt er til við sveitarfélög að þau gangi til samninga við Fjölís um ofangreind afnot, á grunni þeirra viðræðna sem fóru fram á milli sambandsins og FJÖLÍSS. Eftirfarandi bókun var samþykkt á stjórnarfundi sambandsins um málið:
"Stjórnin samþykkti að mæla með því við sveitarfélögin að þau gangi til samninga við FJÖLÍS á grundvelli þeirra gagna sem lögð voru fram á fundinum. Framkvæmdastjóra falið að tilkynna sveitarfélögunum þessa niðurstöðu".
Einnig fylgir með erindi sambandsins, bréf frá FJÖLÍS þar sem samningurinn er kynntur og drög að samningi á milli Norðurþings og FJÖLÍSS.
"Stjórnin samþykkti að mæla með því við sveitarfélögin að þau gangi til samninga við FJÖLÍS á grundvelli þeirra gagna sem lögð voru fram á fundinum. Framkvæmdastjóra falið að tilkynna sveitarfélögunum þessa niðurstöðu".
Einnig fylgir með erindi sambandsins, bréf frá FJÖLÍS þar sem samningurinn er kynntur og drög að samningi á milli Norðurþings og FJÖLÍSS.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við FJÖLÍS.