Farþegagjöld við Húsavíkurhöfn
Málsnúmer 201702124
Vakta málsnúmerHafnanefnd - 18. fundur - 30.10.2017
Ekki hefur borist greiðsla frá Norðursiglingu vegna farþegagjalda fyrir árin 2015 til og með 2017.
Einnig hefur fyrirtækið Gentle Giants ekki greitt farþegagjöld fyrir árið 2015 og einn reikning á árinu 2010.
Önnur fyrirtæki sem stunda farþegaflutninga við höfnina hafa greitt farþegagjöld samviskusamlega frá upphafi rekstrar.
Einnig hefur fyrirtækið Gentle Giants ekki greitt farþegagjöld fyrir árið 2015 og einn reikning á árinu 2010.
Önnur fyrirtæki sem stunda farþegaflutninga við höfnina hafa greitt farþegagjöld samviskusamlega frá upphafi rekstrar.
Hafnanefnd - 23. fundur - 23.04.2018
Fyrir Hafnanefnd liggja drög að samkomulagi við Norðursiglingu vegna ógreiddra farþegagjalda fyrir árin 2015, 2016 og 2017.
Hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að samkomulagi við Norðursiglingu um greiðslu farþegagjalda fyrir árin 2015, 2016 og 2017 og felur hafnarstjóra að ganga frá samkomulaginu.
Byggðarráð Norðurþings - 274. fundur - 06.12.2018
Guðbjartur Ellert Jónsson hefur lagt fram eftirfarandi beiðni:
Ég óska eftir að tekin verði fyrir samningur milli sveitarfélagsins og Norðursiglingar hf., um greiðslu farþegagjalda frá 2015 til 2018, sem gerður var í apríl s.l.
Óska ég sérstaklega eftir að farið verði yfir og kynnt drög sem lögð voru fyrir hafnarstjórn til samþykktar (efnisleg gögn) og svo endanlegan samning (undirritaður).
Ég vænti þess að gögnin og samningurinn verði sett inn í málið.
Ég óska eftir að tekin verði fyrir samningur milli sveitarfélagsins og Norðursiglingar hf., um greiðslu farþegagjalda frá 2015 til 2018, sem gerður var í apríl s.l.
Óska ég sérstaklega eftir að farið verði yfir og kynnt drög sem lögð voru fyrir hafnarstjórn til samþykktar (efnisleg gögn) og svo endanlegan samning (undirritaður).
Ég vænti þess að gögnin og samningurinn verði sett inn í málið.
Fulltrúi E lista, Guðbjartur Ellert Jónsson, leggur fram eftirfarandi bókun:
Með vísan til 25. gr. IV kafla sveitarstjórnarlaga tel ég það skyldu mína að gera alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu og málsmeðferð við gerð samnings milli Hafnarsjóðs Norðurþings og Norðursiglingar hf. sem gerður var í. apríl s.l.
Í nokkuð langan tíma hafa verið deilur milli aðila um forsendur sem lagðar voru til grundvallar upphæðar á innheimtu farþegagjalda. Horfið var frá þeirri vegferð að fá niðurstöðu fyrir dómi en þess í stað er gerður fordæmalaus samningur sem án efa er stefnumarkandi fyrir sveitarfélagið. Samningurinn ber með sér sérkjör á lögmætum og lögbundnum gjöldum sem almennt eru ekki í boði fyrir aðra.
Málsmeðferðin er lýsandi fyrir þá stjórnsýsluhætti sem fyrrverandi og núverandi meirihluti hafa tileinkað sér.
Í fyrsta lagi er gerður fordæmalaus samningur um greiðsludreifingu gjaldfallinna og lögbundinna gjalda en samningurinn felur í sér greiðsludreifingu á greiðslu farþegagjalda fyrir árin 2015, 2016 og 2017 þar sem fyrsta greiðsla er 20. september 2018 og sú síðasta þann 20. nóvember 2021.
Um er að ræða verulegar upphæðir en samkvæmt ákvæði samningsins er hann án verðbóta, dráttarvaxta og innheimtukostnaðar sem eitt og sér er áætlað ríflega 6 mkr. Hafnasjóður hefur þegar lagt út fyrir virðisaukaskatti vegna gjalfallinna skulda.
Það dylst engum að samningar sem fela í sér greiðsludreifingu á lögbundnum gjöldum og eru gerðir við suma en aðra ekki stangast á við alla eðlilega stjórnsýslu og jafnræðisreglu.
Samkvæmt VII kafla sveitarstjórnarlaga er fjallað um fjárstjórnarvald sveitarfélag og því nokkuð skýrt að málsmeðferðin, afgreiðsla nefndarinnar og inntak samningsins er ekki í anda vandaðrar stjórnýslu. Ég tel samninginn ólöglegan og því beri að falla frá honum. Í ljósi þess ber að innheimta kröfuna eins og hún stendur í dag samkvæmt stöðu í bókhaldi sveitarfélagsins. Ef það er sjónarmið meirihlutans að telja bæði málsmeðferðina, inntak samningsins og lögmæti hans gildan væri gott að það kæmi skýrt fram þannig að íbúar og lögaðilar í samfélaginu hafi vissu fyrir því hvar jafnræðislínan liggur þegar kemur að almennum innheimtum lögbundinna gjalda.
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir, Silja Jóhannesdóttir og Örlygur Hnefill Örlygsson leggja fram eftirfarandi bókun:
Samningurinn sem kynntur er nú aftur var yfirfarinn og samþykktur af öllum fulltrúum í hafnarstjórn og sveitarstjórn Norðurþings í apríl á þessu ári eftir undirbúning málsins með ráðgjöfum sveitarfélagsins. Öðrum skuldendum viðkomandi gjalda sem ágreiningur hefur verið uppi um var boðin samskonar niðurstaða. Sérstaða þessa máls felst í eðli gjaldanna og lögmæti fjárhæðar skuldarinnar.
Með vísan til 25. gr. IV kafla sveitarstjórnarlaga tel ég það skyldu mína að gera alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu og málsmeðferð við gerð samnings milli Hafnarsjóðs Norðurþings og Norðursiglingar hf. sem gerður var í. apríl s.l.
Í nokkuð langan tíma hafa verið deilur milli aðila um forsendur sem lagðar voru til grundvallar upphæðar á innheimtu farþegagjalda. Horfið var frá þeirri vegferð að fá niðurstöðu fyrir dómi en þess í stað er gerður fordæmalaus samningur sem án efa er stefnumarkandi fyrir sveitarfélagið. Samningurinn ber með sér sérkjör á lögmætum og lögbundnum gjöldum sem almennt eru ekki í boði fyrir aðra.
Málsmeðferðin er lýsandi fyrir þá stjórnsýsluhætti sem fyrrverandi og núverandi meirihluti hafa tileinkað sér.
Í fyrsta lagi er gerður fordæmalaus samningur um greiðsludreifingu gjaldfallinna og lögbundinna gjalda en samningurinn felur í sér greiðsludreifingu á greiðslu farþegagjalda fyrir árin 2015, 2016 og 2017 þar sem fyrsta greiðsla er 20. september 2018 og sú síðasta þann 20. nóvember 2021.
Um er að ræða verulegar upphæðir en samkvæmt ákvæði samningsins er hann án verðbóta, dráttarvaxta og innheimtukostnaðar sem eitt og sér er áætlað ríflega 6 mkr. Hafnasjóður hefur þegar lagt út fyrir virðisaukaskatti vegna gjalfallinna skulda.
Það dylst engum að samningar sem fela í sér greiðsludreifingu á lögbundnum gjöldum og eru gerðir við suma en aðra ekki stangast á við alla eðlilega stjórnsýslu og jafnræðisreglu.
Samkvæmt VII kafla sveitarstjórnarlaga er fjallað um fjárstjórnarvald sveitarfélag og því nokkuð skýrt að málsmeðferðin, afgreiðsla nefndarinnar og inntak samningsins er ekki í anda vandaðrar stjórnýslu. Ég tel samninginn ólöglegan og því beri að falla frá honum. Í ljósi þess ber að innheimta kröfuna eins og hún stendur í dag samkvæmt stöðu í bókhaldi sveitarfélagsins. Ef það er sjónarmið meirihlutans að telja bæði málsmeðferðina, inntak samningsins og lögmæti hans gildan væri gott að það kæmi skýrt fram þannig að íbúar og lögaðilar í samfélaginu hafi vissu fyrir því hvar jafnræðislínan liggur þegar kemur að almennum innheimtum lögbundinna gjalda.
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir, Silja Jóhannesdóttir og Örlygur Hnefill Örlygsson leggja fram eftirfarandi bókun:
Samningurinn sem kynntur er nú aftur var yfirfarinn og samþykktur af öllum fulltrúum í hafnarstjórn og sveitarstjórn Norðurþings í apríl á þessu ári eftir undirbúning málsins með ráðgjöfum sveitarfélagsins. Öðrum skuldendum viðkomandi gjalda sem ágreiningur hefur verið uppi um var boðin samskonar niðurstaða. Sérstaða þessa máls felst í eðli gjaldanna og lögmæti fjárhæðar skuldarinnar.
Til að standa undir þessari uppbyggingu þarf Hafnasjóður tekjur fyrir veitta þjónustu. Greiði fyrirtæki ekki gjöld sem þeim er skylt að greiða verður eðli málsins samkvæmt leitað til dómstóla vegna ógreiddra reikninga.
Ljóst er að ágreiningur er á milli Hafnasjóðs og Norðursiglingar um stofn gjaldtökunnar og upphæð. Áður hefur Hafnasjóður rökstutt veitta þjónustu og uppbyggingu Húsavíkurhafnar. Gentle Giants hefur einnig ekki staðið í skilum á farþegagjöldum.
Hafnastjóra og Rekstrarstjóra hafna er falið að vinna málið áfram með lögfræðingum og sækja málið.