Hafnanefnd
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun hafna 2018
Málsnúmer 201710201Vakta málsnúmer
Fjárhag- og framkvæmdaáætlun hafna 2018 lögð fram til fyrri umræðu.
2.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2017
Málsnúmer 201702006Vakta málsnúmer
Fundargerð Hafnasambands Íslands nr. 397 lögð fram.
Fundargerð Hafnasambands Íslands nr. 397 lögð fram til kynningar.
3.Rannsóknarnefnd samgönguslysa - hafnarkantar
Málsnúmer 201710011Vakta málsnúmer
Skýrsla Rannsóknanefndar samgönguslysa til umræðu.
Lagt fram til kynningar.
4.Farþegagjöld við Húsavíkurhöfn
Málsnúmer 201702124Vakta málsnúmer
Ekki hefur borist greiðsla frá Norðursiglingu vegna farþegagjalda fyrir árin 2015 til og með 2017.
Einnig hefur fyrirtækið Gentle Giants ekki greitt farþegagjöld fyrir árið 2015 og einn reikning á árinu 2010.
Önnur fyrirtæki sem stunda farþegaflutninga við höfnina hafa greitt farþegagjöld samviskusamlega frá upphafi rekstrar.
Einnig hefur fyrirtækið Gentle Giants ekki greitt farþegagjöld fyrir árið 2015 og einn reikning á árinu 2010.
Önnur fyrirtæki sem stunda farþegaflutninga við höfnina hafa greitt farþegagjöld samviskusamlega frá upphafi rekstrar.
Uppbygging í og við Húsavíkurhöfn hefur verið umtalsverð síðastliðin ár; dýpkun, flotbryggjum fjölgað og þær stækkaðar og sjóvarnir styrktar. Uppbyggingu er hvergi nærri lokið enda mikill vöxtur í ferðaþjónustu. Ferðaþjónusta er ein meginstoð atvinnulífs á svæðinu og brýnt að hlúa vel að vextinum.
Til að standa undir þessari uppbyggingu þarf Hafnasjóður tekjur fyrir veitta þjónustu. Greiði fyrirtæki ekki gjöld sem þeim er skylt að greiða verður eðli málsins samkvæmt leitað til dómstóla vegna ógreiddra reikninga.
Ljóst er að ágreiningur er á milli Hafnasjóðs og Norðursiglingar um stofn gjaldtökunnar og upphæð. Áður hefur Hafnasjóður rökstutt veitta þjónustu og uppbyggingu Húsavíkurhafnar. Gentle Giants hefur einnig ekki staðið í skilum á farþegagjöldum.
Hafnastjóra og Rekstrarstjóra hafna er falið að vinna málið áfram með lögfræðingum og sækja málið.
Til að standa undir þessari uppbyggingu þarf Hafnasjóður tekjur fyrir veitta þjónustu. Greiði fyrirtæki ekki gjöld sem þeim er skylt að greiða verður eðli málsins samkvæmt leitað til dómstóla vegna ógreiddra reikninga.
Ljóst er að ágreiningur er á milli Hafnasjóðs og Norðursiglingar um stofn gjaldtökunnar og upphæð. Áður hefur Hafnasjóður rökstutt veitta þjónustu og uppbyggingu Húsavíkurhafnar. Gentle Giants hefur einnig ekki staðið í skilum á farþegagjöldum.
Hafnastjóra og Rekstrarstjóra hafna er falið að vinna málið áfram með lögfræðingum og sækja málið.
Fundi slitið - kl. 19:00.
Ljóst er að rekstur hafna Norðurþings verður erfiður sökum mikilla framkvæmda á næsta ári. Eigi að síður er gert ráð fyrir jafnvægi í rekstri sjóðsins.