Ósk um leigu á verbúðarbili við Hafnarstétt vegna áforma frumkvöðlafyrirtækis á að hefja bjórgerð
Málsnúmer 201706078
Vakta málsnúmerHafnanefnd - 15. fundur - 14.06.2017
Fyrir hafnanefnd liggur ósk frá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga f.h. frumkvöðla á svæðinu sem vilja leigja verbúðarbil við Hafnarstétt. Til stendur að hefja bjórgerð, náist samkomulag um leiguna og framkvæmdir á húsnæðinu.
Hafnanefnd tekur jákvætt í erindið og felur hafnastjóra að hefja viðræður við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og frumkvöðlana um útfærslu á samningi og leggja hann fyrir nefndina. Skál.